Mikilvægt að börn læri að fjölskyldur geta verið alls konar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 15:30 Ásta segir að það sé til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri Eiríkur Ingi Photography „Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira