Tuttuguogfimmþúsundkallinn á ábyrgð fjórflokks og Pírata Ólafur Ísleifsson skrifar 20. október 2017 08:30 Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar