Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 06:46 Yfirlýsing Kim Jong-un í nótt er talin vera sú fyrsta í sögunni þar sem leiðtogi Norður-Kóreu beinir orðum sínum að alþjóðasamfélaginu. KCNA Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09