Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2017 00:01 Kimi Raikkonen fór hraðast allra í dag. Vísir/Getty Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30