Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 13:15 Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. Þetta kom fram í tíu mínútna þætti Stöðvar 2 um Tálknafjarðarskóla, sem sjá má hér að ofan. Margrét Pála Ólafsdóttir er forsvarsmaður Hjallastefnunnar ehf. sem rekur Tálknafjarðarskóla, en þar hittum við hana með þeim Helgu Birnu Berthelsen, fráfarandi skólastjóra, og Steinunni Margréti Guðmundsdóttur, verðandi skólastjóra.Á spjalli í Tálknafjarðarskóla. Steinunn Margrét, Helga Birna og Margrét Pála ræða við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það þótti djarft hjá sveitarfélaginu að semja við einkafyrirtæki um að reka grunnskólann, leikskólann og tónlistarskólann. Í byrjun mætti þeim margskyns andstaða og mótmæli, - raunar þriggja ára átök. „Rekstur skólans á Tálknafirði ólöglegur“, sagði í frétt Ríkisútvarpsins þar sem vitnað var í bréf menntamálaráðuneytis en þá var Katrín Jakobsdóttir ráðherra málaflokksins. Margrét Pála segir hins vegar að þetta hafi ekki verið bannað og því hlyti þetta að vera leyfilegt. Hún vitnaði í einn föðurinn þegar hún lýsti stemmningunni hjá heimamönnum: „Hann sagði við mig: Hafðu engar áhyggjur. Ef þetta ráðuneytislið og einhverjir að sunnan ætla að koma hingað og stoppa okkur þá mætum við þeim við afleggjarann með heykvíslar,“ sagði Margrét Pála og hló.Tálknafjarðarskóli er á Sveinseyri, skammt utan við þorpið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og nú er litli Tálknafjörður búinn að breyta landslögum. Gleymum því ekki. Það er komin sérstök heimild inn, sem Illugi Gunnarsson lauk við, sem eitt af sínum síðustu verkum sem menntamálaráðherra,“ sagði Margrét Pála. Helga Birna hefur búið á Tálknafirði frá unga aldri. Hún sagði almenna ánægju ríkja meðal íbúa með samstarfið við Hjallastefnuna og skólinn væri að skila betri nemendum. Helga Birna Berthelsen, fráfarandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Á síðustu árum erum við að útskrifa nemendur sem eru að fá hærri einkunnir á samræmdum prófum. Þeir eru sjálfstæðari í vinnubrögðum og kennarar í framhaldsskólum gefa þeim alveg fyrsta flokks einkunnir fyrir vinnubrögð,“ sagði Helga Birna. -Þannig að þið eruð ekki að fara að snúa til baka? „Nei, við erum ekki að fara að snúa til baka.“Steinunn Margrét Guðmundsdóttir, verðandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tálknafjörður telst lítið samfélag með um 250 íbúa en í vetur voru 40 nemendur í grunnskólanum og 12 í leikskólanum. Steinunn Margrét tekur nú við skólastjórn af Helgu Birnu. „Það leggst mjög vel í mig. Ég hef svo góða tilfinningu fyrir þessu. Það eru stífar kannanir og þær koma jákvætt út. Það er búið að gera mjög góða hluti og þetta er mjög fín aðstaða,“ sagði Steinunn Margrét. Tengdar fréttir Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43 Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. Þetta kom fram í tíu mínútna þætti Stöðvar 2 um Tálknafjarðarskóla, sem sjá má hér að ofan. Margrét Pála Ólafsdóttir er forsvarsmaður Hjallastefnunnar ehf. sem rekur Tálknafjarðarskóla, en þar hittum við hana með þeim Helgu Birnu Berthelsen, fráfarandi skólastjóra, og Steinunni Margréti Guðmundsdóttur, verðandi skólastjóra.Á spjalli í Tálknafjarðarskóla. Steinunn Margrét, Helga Birna og Margrét Pála ræða við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það þótti djarft hjá sveitarfélaginu að semja við einkafyrirtæki um að reka grunnskólann, leikskólann og tónlistarskólann. Í byrjun mætti þeim margskyns andstaða og mótmæli, - raunar þriggja ára átök. „Rekstur skólans á Tálknafirði ólöglegur“, sagði í frétt Ríkisútvarpsins þar sem vitnað var í bréf menntamálaráðuneytis en þá var Katrín Jakobsdóttir ráðherra málaflokksins. Margrét Pála segir hins vegar að þetta hafi ekki verið bannað og því hlyti þetta að vera leyfilegt. Hún vitnaði í einn föðurinn þegar hún lýsti stemmningunni hjá heimamönnum: „Hann sagði við mig: Hafðu engar áhyggjur. Ef þetta ráðuneytislið og einhverjir að sunnan ætla að koma hingað og stoppa okkur þá mætum við þeim við afleggjarann með heykvíslar,“ sagði Margrét Pála og hló.Tálknafjarðarskóli er á Sveinseyri, skammt utan við þorpið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og nú er litli Tálknafjörður búinn að breyta landslögum. Gleymum því ekki. Það er komin sérstök heimild inn, sem Illugi Gunnarsson lauk við, sem eitt af sínum síðustu verkum sem menntamálaráðherra,“ sagði Margrét Pála. Helga Birna hefur búið á Tálknafirði frá unga aldri. Hún sagði almenna ánægju ríkja meðal íbúa með samstarfið við Hjallastefnuna og skólinn væri að skila betri nemendum. Helga Birna Berthelsen, fráfarandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Á síðustu árum erum við að útskrifa nemendur sem eru að fá hærri einkunnir á samræmdum prófum. Þeir eru sjálfstæðari í vinnubrögðum og kennarar í framhaldsskólum gefa þeim alveg fyrsta flokks einkunnir fyrir vinnubrögð,“ sagði Helga Birna. -Þannig að þið eruð ekki að fara að snúa til baka? „Nei, við erum ekki að fara að snúa til baka.“Steinunn Margrét Guðmundsdóttir, verðandi skólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tálknafjörður telst lítið samfélag með um 250 íbúa en í vetur voru 40 nemendur í grunnskólanum og 12 í leikskólanum. Steinunn Margrét tekur nú við skólastjórn af Helgu Birnu. „Það leggst mjög vel í mig. Ég hef svo góða tilfinningu fyrir þessu. Það eru stífar kannanir og þær koma jákvætt út. Það er búið að gera mjög góða hluti og þetta er mjög fín aðstaða,“ sagði Steinunn Margrét.
Tengdar fréttir Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43 Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði. 4. október 2012 15:43
Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær. 4. október 2012 06:00