Auðveldara og ódýrara að skipta um banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:00 Landsbankinn hefur meðal annars fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið telur að þetta muni auka samkeppni. Fréttablaðið/Andri Marínó Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann um að bankinn grípi til aðgerða sem auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað er til þess fallin að auka aðhald og samkeppni á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Fréttablaðið. Viðræður við Arion banka og Íslandsbanka um sams konar aðgerðir eru á lokastigi. Tilkynnt var um sáttina í fyrradag, en aðgerðirnar sem Landsbankinn skuldbindur sig til að grípa til miða meðal annars að því að draga úr þeim kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar þeir skipta um banka, stuðla að virkara aðhaldi af hálfu viðskiptavina og eins vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir „þögla samhæfingu“ á bankamarkaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsSem dæmi hefur Landsbankinn fallist á að leggja ekki uppgreiðslugjöld á lán með breytilegum vöxtum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja. Þá þurfa þeir sem taka íbúðalán hjá bankanum ekki lengur að færa öll viðskipti sín til bankans. Eins verða viðskiptavinir upplýstir fyrirfram um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið lengi hafa stefnt að því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum og búa í haginn fyrir öflugri samkeppni á fjármálamarkaði. „Við höfum meðal annars verið með til skoðunar ýmsa bindingu og höfum, líkt og samkeppniseftirlit víða í kringum okkur, haft áhyggjur af því að það hamli samkeppni þegar einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga erfitt með að færa sig á milli þjónustuveitenda vegna ýmiss konar kostnaðar sem af því stafar eða þá vegna þess að það sé erfitt í framkvæmd.“ Á þessum grunni hafi eftirlitið boðað til viðræðna við stóru viðskiptabankana þrjá sumarið 2015, meðal annars um aðgerðir til þess að efla samkeppni og draga úr umræddum skiptikostnaði. Var Landsbankinn fyrsti bankinn til þess að ljúka viðræðunum. Páll Gunnar segir Samkeppniseftirlitið hafa átt mjög uppbyggilegar viðræður við alla bankana að undanförnu. Það sé í sjálfu sér jákvætt að bankarnir séu reiðubúnir til þess að ræða þessa hluti og grípa til aðgerða sem séu hagfelldar viðskiptavinum. „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta þeir veitt bönkunum meira aðhald. Þeir hafa þetta vopn í höndunum að geta fært sig á milli banka á einfaldari hátt en áður. Þetta aðhald gerir það væntanlega að verkum að bankarnir reyna að halda í sína viðskiptavini með heilbrigðri samkeppni. Þannig að þetta ætti að skila sér í betri kjörum og betri þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira