Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:33 Bernie Sanders fordæmir árásina. Vísir/Getty Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00