Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að komast í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm-mótinu á Spáni.
Valdís Þóra kom í hús á 72 höggum í dag sem er eitt högg yfir pari. Hún er því samtals á tveimur höggum undir pari en hún kom inn á frábæru skori í gær.
Valdís Þóra er sem stendur í fimmtánda sæti á mótinu ásamt fleiri kylfingum.
Niðurskurðarlínan er í tveimur höggum yfir pari þannig að óhætt að reikna með því að hún haldi áfram um helgina.
Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni um helgina og hefst útsending klukkan 9 um morguninn.
Valdís Þóra í fínum málum
