Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30