Skoða alvarlega að flýja slæmt ástand í leikskólamálum Sveinn Arnarsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Foreldrar á Akureyri eru hræddir um mikið tekjutap næsta haust þar sem börn komast ekki inn á leikskóla. Fréttablaðið/Pjetur Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira