Flokkur fólksins segir NEI við áfengi í matvöruverslanir og lögleiðingu kannabisefna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. október 2017 19:53 Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar