Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2017 22:00 Sóknarprestar Laugarneskirkju og Akureyrarkirkju deila ekki viðhorfi Biskups til gagnaleka. Vísir „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“ Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09