Skoðun

Skammlífur ráðherradómur og afnám verðtryggingar

Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Gamall varðhundur verðtryggingarinnar, og tímabundinn félagsmálaráðherra fer mikinn síðustu dagana í embætti í vörn sinni fyrir verðtryggingunni og kallar áform um að afleggja hana ,,blekkingu” og ,,glæfralega vitleysu.”

Ráðherrann syngur í grein sinni gamla þulu um ómöguleika þess að afleggja verðtrygginuna og syngur úr nótnaheftinu sem honum var gefið þegar hann var í forystu atvinnurekenda. Kannski komst hann á örstuttum þingferli sínum aldrei til þess að átta sig á að hann var kominn með nýja vinnuveitendur - sumsé almennenning í landinu. Hann talar enn, eins og áður að annan gjaldmiðil þurfi til að lifa hér mannsæmandi lífi og vill að við göngum í ESB, sem Jón Baldvin líkir við brennandi hús.

Að afnema verðtryggingu krefst einungis kjarks þors og vandaðrar hagstjórnar, sem auðvitað er sumum ofviða. Miðflokkurinn hefur kjark, kappnóg þor og treystir sér vel til að standa fyrir styrkri hagstjórn. Útfararsálmur ráðherrans hrín ekki á Miðflokknum. Flokkurinn mun standa við heit sín um afnám verðtryggingar á neytendalánum og stórbæta þannig hag heimila og fyrirtækja. Afnám verðtryggingar mun koma best ungu fólki sem hingað til hefur verið gert að greiða húsnæði sitt fjórum sinnum á fjörutíu árum.


Tíminn til að breyta þessu er núna !


Mótaðu framtíðina með okkur. X við M 28. október n.k.
 




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×