BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og Leighton Baines. Vísir/Getty Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira