Innlent

Ný ráðuneyti taka til starfa í dag

Anton Egilsson skrifar
Innanríkisráðuneytið verður dómsmálaráðuneyti annars vegar og samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti hins vegar.
Innanríkisráðuneytið verður dómsmálaráðuneyti annars vegar og samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti hins vegar. Vísir/valli
Ný ráðuneyti taka formlega til starfa í dag, 1. maí. Annars vegar er það dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en þau koma í stað innanríkisráðuneytisins.  Hefur vefsíðu innanríkisráðuneytis verið breytt til samræmis við það.

Að því er fram kemur í tilkynningu byggist breytingin á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og samþykki Alþingis á þingsályktun um skiptingu innanríkisráðuneytisins. Samkvæmt forsetaúrskurði sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði þann 7. apríl síðastliðinn skiptist Stjórnarráð Íslands í eftirfarandi ráðuneyti:

1. Forsætisráðuneyti

2. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

3. Dómsmálaráðuneyti

4. Fjármála- og efnahagsráðuneyti

5. Mennta- og menningarmálaráðuneyti

6. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

7. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

8. Utanríkisráðuneyti

9. Velferðarráðuneyti. 

„Skipulag ráðuneytanna og skipurit þeirra eru í mótun. Ráðuneytin eru bæði til húsa að Sölvhólsgötu 7 þar sem innanríkisráðuneytið hefur verið til húsa. Símanúmer dómsmálaráðuneytis er 545 9000 og símanúmer samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 545 8200. Fyrst um sinn verða ráðuneytin saman með einn vef þar sem má finna upplýsingar um verkefni, starfsmenn ráðuneytanna og fleiri hagnýtar upplýsingar,” segir jafnframt í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×