Innlent

Segir yfirskrift baráttufundar minna á Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir Vísir/Anton
Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, segir yfirskrift á baráttufundi hópsins Endurreisn Verkalýðs-hreyfingarinnar minna á slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

„Yfirskriftin á baráttufundi á 1. maí Við viljum samfélagið okkar aftur! minnir mig óþægilega á Make America great again. Þetta er yfirskriftin á baráttufundi á 1. maí þar sem m.a. formaður VR, Ellen Calmon frá ÖBÍ og Gunnar Smári stofnandi Sósialistaflokksins flytja ræður,“ skrifar Oddný.

Make America great again var slagorð Donalds Trump bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Slagorðið var afar umdeilt, enda var byggin múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó helsta stefnumál Trump, sem og takmörkun á ferðum múslima til landsins. 

Oddný bætir við að hún fagni öllum sem berjast fyrir jöfnuði og réttlæti en að yfirskriftin kalli fram þessi hughrif. 

Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. Aðstandendur síðari fundarins eru allt annað en sáttir með sitjandi verkalýðsforystu.


Tengdar fréttir

Baráttudegi verkalýðsins fagnað víða um land

Baráttudegi verkalýðsins er fagnað með margvíslegum hætti víða um land. Í Reykjavík verður safnast saman við Hlemm um klukkan 13 og leggur kröfuganga af stað þaðan klukkan 13:30.

Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum

Lífeyrissjóðirnir hagnast á þröngri stöðu launþega; hafa hag af hárri álagningu, lágum launum og hafa of mikil ítök á húsnæðismarkaði. Þetta segir nýr formaður VR og vill róttækar breytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×