Fótbolti

Margrét Lára ekki með gegn Írlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Lára í 4-0 tapinu fyrir Hollandi.
Margrét Lára í 4-0 tapinu fyrir Hollandi. vísir/getty
Margrét Lára Viðarsdóttir verður ekki með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Írlandi í Dublin á morgun.

Margrét Lára er meidd á hné og í samtali við SportTV staðfesti landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að hún yrði ekki með á morgun.

„Margrét Lára spilar ekki leikinn, það er ljóst. En aðrir eru leikfærir. Ég held að við sjáum kröftugt íslenskt lið á morgun,“ sagði Freyr sem útilokar ekki þátttöku Margrétar Láru í leiknum gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.

Leikirnir gegn Írlandi og Brasilíu eru þeir síðustu hjá íslenska liðinu fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði.

Leikurinn á morgun fer fram á Tallaght vellinum í Dublin sem er heimavöllur Shamrock Rovers. Völlurinn, sem tekur um 6.000 manns í sæti, var opnaður árið 2009.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×