Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Búist er við að Comey staðfesti meintan þrýsting Trump. vísir/epa James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira