Segir það brandara að hann sé í hópi 100 bestu leikmanna NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:30 JJ Watt. Vísir/Getty Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira
Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty
NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira