Orðin eru alltaf þarna fyrir mig og hafa veitt mér skjól Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2017 10:00 Jonas Hassen Khemiri, segist nota leikhúsið til tilrauna en að það sé alltaf gott að snúa aftur til bókarinnar. Visir/Eyþór Fyrsta skáldsagan mín kom út árið 2003 og ég hef verið að skrifa síðan. Skrifa skáldsögur, leikrit og smásögur en nýjasta skáldsagan mín heitir Allt sem ég man ekki, en hún kom út á íslensku fyrir skömmu.“ Þetta segir sænski rithöfundurinn Jonas Hassen Khemiri sem er nýkominn til Íslands til þess að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík, þar sem hann verður tekinn tali undir stjórn Rosie Goldsmith í Norræna húsinu í dag klukkan tólf. Allt frá fyrstu skáldsögu sinni, Ett öga rött, hefur Khemiri notið gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð og þar með talið langt út fyrir hina hefðbundnu bókmenntakreðsu ef svo má segja. Khemiri, sem er augljóslega mjög hógvær maður, segir erfitt að átta sig á því hvað veldur þessum miklu vinsældum. „Ég held að ef maður fer að hugsa mikið um þetta, þá sé maður alltaf hræddur um að klúðra þessu. Mér er að minnsta kosti fyrirmunað að hugsa um það af hverju fólk les það sem ég skrifa. En ég skrifa mikið um Svíþjóð samtímans og finnst mjög gaman að leika mér að formi skáldsögunnar, kannski finnst fólki það skemmtileg lesning. En allt frá minni fyrstu skáldsögu hefur mér þótt nauðsynlegt að útiloka alla hugsun um væntanlega lesendur til þess að geta skrifað.“Orðin lifa að eilífu Margir muna eflaust eftir bráðskemmtilegu leikriti eftir Khemiri sem var sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á síðasta ári. Þar leyndi sér ekki að höfundurinn hefur gaman af því að leika sér og prófa sig áfram með formið. Hann segir þó sjálfur að ef hann eigi að vera alveg hreinskilinn þá séu það bækurnar sem skipta hann mestu máli. „Stundum fer ég þó í leikhúsið og fyrir mér er það soldið eins og fara í ræktina. Þar geri ég tilraunir með hugmyndir og fikta mig áfram en eitt af því sem mér finnst gott við að skrifa fyrir leikhús er að það er á ákveðinn hátt andstæða bóka. Það sem mér finnst stórkostlegt við bækur er hversu varanlegar þær eru og að þar lifa orðin að eilífu. Þetta er frábært en getur líka verið ansi yfirþyrmandi á stundum. Þegar það gerist er gott að skrifa soldið fyrir leikhús því þar öðlast maður það sem má nánast kalla frelsi minnisleysisins. Maður skrifar eitthvað sem er endurtúlkað af lifandi manneskjum en svo hverfur það. Kemur aldrei aftur. Þannig að ég nota leikhúsið oft til þess að fá innblástur en í skáldsögunum mínum eru raddir oft ansi fyrirferðarmiklar, eins konar fundarstaður margra radda, þannig að ég sé alveg tenginguna. Það er engu að síður lykilatriði fyrir mig að í hvert sinn sem ég byrja á verkefni þá hugsa ég aldrei um form, heldur aðeins leið til þess segja sögu með sem skilvirkustum hætti.“Visir/EyþórPólitík minninga Eins og Khemiri nefndi þá skrifar hann mikið um Svíþjóð samtímans og aðspurður um hvort það geri hann að pólitískum höfundi segir hann að allt sé pólitískt í ákveðnum skilningi. „En eitt af því sem virðist alltaf koma upp aftur og aftur í því sem ég er að skrifa er hvernig ólík samfélög myndast. Í nýjustu skáldsögunni minni er til að mynda aðalpersóna sem lesendur fá fljótlega að vita að er dauður. Í framhaldi af því hittum við svo allar hinar persónurnar og þær minnast hans og hvernig þær minnast hans sýna okkur þeirra innri mann. Þessar persónur tengjast ekki mikið sín á milli, enda erum við oft ansi einangruð í samtímanum, en þrátt fyrir það þá tengjast þau öll í kringum þessa látnu manneskju, ungan mann sem dó í bílslysi. Að mínu mati er þetta pólitískt að því leyti að þetta er ákveðin skoðun á samfélaginu en ég reyni alltaf að forðast auðveld pólitísk svör. En það að draga þessar persónur saman í skáldsöguna og láta þær minnast aðalpersónunnar felur í sér ákveðna pólitík af minni hálfu.“ Persónurnar í Allt sem ég man ekki leitast við að draga upp ákveðna mynd af hinum látna og í því ferli á sér stað ákveðið val á milli þess sem við munum og munum ekki. Khemiri segir að þetta ferli og þetta val sé honum ákaflega mikilvægt. „Mín reynsla er sú að alltaf þegar einhver sem skiptir mig máli deyr þá eru mín viðbrögð alltaf að skrifa. Reyna að skrifa viðkomandi til baka, ef svo má segja, en ég skrifa aldrei það sem lætur mig líta illa út. Því sleppi ég bara og skrifa frekar aðeins um þær minningar sem eru fullar af gleði og án alls samviskubits. Það held ég að sé lykilatriði – að sleppa því sem fyllir okkur sekt. Þess vegna eru persónurnar í sögunni alltaf að segja sína sögu og reyna að sannfæra höfundinn um að þær eigi enga sök. Takist þeim það, þá tekst þeim jafnvel að sannfæra sjálfar sig um eigið sakleysi sem er auðvitað tálmynd.“Orðin veita skjól Khemiri segir að það vilji reyndar þannig til að aðalpersónan í umræddri skáldsögu sé afskaplega lík honum. „Það eru ólíkar leiðir að því að skrifa um sitt eigið líf og mín leið að því að skrifa um mitt líf var í gegnum aðra manneskju. Þetta var sannasta frásögnin sem ég gat skrifað um mitt líf. Því miður þurfti ég að drepa mig til þess en þetta var eina rétta leiðin.“ Khemiri vísar til þess að orð og skriftir hafi alltaf fært honum ákveðna leið til þess að skilgreina sjálfan sig. „Það hefur alltaf verið þannig að ef ég hef átt erfitt með að hafa stjórn á lífinu, þessu í raunheimum, þá hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að ég gæti varið mig með orðum. Ég held að margir sem skrifa geri einmitt þetta og með því að nota orðið þá er hægt að hanga á hugmyndinni um það hver maður er. Athöfnin að skrifa og skapa sinn eigin sannleika er þannig ákaflega mikilvæg. Ég held að þessi máttur sem er fólginn í orðunum útskýri kannski af hverju mér þykir svona óskaplega vænt um orðin. Það er kannski langsótt að koma að því aftur af hverju ég nýt vinsælda sem höfundur en ég vona samt að það sé vegna þess að lesendur finna það hvað mér þykir vænt um orðin. Orðin veita alltaf skjól hvort sem ég er að skrifa eða í viðtali eða hvað sem er. Orðin eru alltaf þarna fyrir mig og hafa veitt mér skjól. Veitt mér stjórn í veröld þar sem allt verður skyndilega stjórnlaust.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. september. Bókmenntahátíð Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Fyrsta skáldsagan mín kom út árið 2003 og ég hef verið að skrifa síðan. Skrifa skáldsögur, leikrit og smásögur en nýjasta skáldsagan mín heitir Allt sem ég man ekki, en hún kom út á íslensku fyrir skömmu.“ Þetta segir sænski rithöfundurinn Jonas Hassen Khemiri sem er nýkominn til Íslands til þess að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík, þar sem hann verður tekinn tali undir stjórn Rosie Goldsmith í Norræna húsinu í dag klukkan tólf. Allt frá fyrstu skáldsögu sinni, Ett öga rött, hefur Khemiri notið gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð og þar með talið langt út fyrir hina hefðbundnu bókmenntakreðsu ef svo má segja. Khemiri, sem er augljóslega mjög hógvær maður, segir erfitt að átta sig á því hvað veldur þessum miklu vinsældum. „Ég held að ef maður fer að hugsa mikið um þetta, þá sé maður alltaf hræddur um að klúðra þessu. Mér er að minnsta kosti fyrirmunað að hugsa um það af hverju fólk les það sem ég skrifa. En ég skrifa mikið um Svíþjóð samtímans og finnst mjög gaman að leika mér að formi skáldsögunnar, kannski finnst fólki það skemmtileg lesning. En allt frá minni fyrstu skáldsögu hefur mér þótt nauðsynlegt að útiloka alla hugsun um væntanlega lesendur til þess að geta skrifað.“Orðin lifa að eilífu Margir muna eflaust eftir bráðskemmtilegu leikriti eftir Khemiri sem var sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á síðasta ári. Þar leyndi sér ekki að höfundurinn hefur gaman af því að leika sér og prófa sig áfram með formið. Hann segir þó sjálfur að ef hann eigi að vera alveg hreinskilinn þá séu það bækurnar sem skipta hann mestu máli. „Stundum fer ég þó í leikhúsið og fyrir mér er það soldið eins og fara í ræktina. Þar geri ég tilraunir með hugmyndir og fikta mig áfram en eitt af því sem mér finnst gott við að skrifa fyrir leikhús er að það er á ákveðinn hátt andstæða bóka. Það sem mér finnst stórkostlegt við bækur er hversu varanlegar þær eru og að þar lifa orðin að eilífu. Þetta er frábært en getur líka verið ansi yfirþyrmandi á stundum. Þegar það gerist er gott að skrifa soldið fyrir leikhús því þar öðlast maður það sem má nánast kalla frelsi minnisleysisins. Maður skrifar eitthvað sem er endurtúlkað af lifandi manneskjum en svo hverfur það. Kemur aldrei aftur. Þannig að ég nota leikhúsið oft til þess að fá innblástur en í skáldsögunum mínum eru raddir oft ansi fyrirferðarmiklar, eins konar fundarstaður margra radda, þannig að ég sé alveg tenginguna. Það er engu að síður lykilatriði fyrir mig að í hvert sinn sem ég byrja á verkefni þá hugsa ég aldrei um form, heldur aðeins leið til þess segja sögu með sem skilvirkustum hætti.“Visir/EyþórPólitík minninga Eins og Khemiri nefndi þá skrifar hann mikið um Svíþjóð samtímans og aðspurður um hvort það geri hann að pólitískum höfundi segir hann að allt sé pólitískt í ákveðnum skilningi. „En eitt af því sem virðist alltaf koma upp aftur og aftur í því sem ég er að skrifa er hvernig ólík samfélög myndast. Í nýjustu skáldsögunni minni er til að mynda aðalpersóna sem lesendur fá fljótlega að vita að er dauður. Í framhaldi af því hittum við svo allar hinar persónurnar og þær minnast hans og hvernig þær minnast hans sýna okkur þeirra innri mann. Þessar persónur tengjast ekki mikið sín á milli, enda erum við oft ansi einangruð í samtímanum, en þrátt fyrir það þá tengjast þau öll í kringum þessa látnu manneskju, ungan mann sem dó í bílslysi. Að mínu mati er þetta pólitískt að því leyti að þetta er ákveðin skoðun á samfélaginu en ég reyni alltaf að forðast auðveld pólitísk svör. En það að draga þessar persónur saman í skáldsöguna og láta þær minnast aðalpersónunnar felur í sér ákveðna pólitík af minni hálfu.“ Persónurnar í Allt sem ég man ekki leitast við að draga upp ákveðna mynd af hinum látna og í því ferli á sér stað ákveðið val á milli þess sem við munum og munum ekki. Khemiri segir að þetta ferli og þetta val sé honum ákaflega mikilvægt. „Mín reynsla er sú að alltaf þegar einhver sem skiptir mig máli deyr þá eru mín viðbrögð alltaf að skrifa. Reyna að skrifa viðkomandi til baka, ef svo má segja, en ég skrifa aldrei það sem lætur mig líta illa út. Því sleppi ég bara og skrifa frekar aðeins um þær minningar sem eru fullar af gleði og án alls samviskubits. Það held ég að sé lykilatriði – að sleppa því sem fyllir okkur sekt. Þess vegna eru persónurnar í sögunni alltaf að segja sína sögu og reyna að sannfæra höfundinn um að þær eigi enga sök. Takist þeim það, þá tekst þeim jafnvel að sannfæra sjálfar sig um eigið sakleysi sem er auðvitað tálmynd.“Orðin veita skjól Khemiri segir að það vilji reyndar þannig til að aðalpersónan í umræddri skáldsögu sé afskaplega lík honum. „Það eru ólíkar leiðir að því að skrifa um sitt eigið líf og mín leið að því að skrifa um mitt líf var í gegnum aðra manneskju. Þetta var sannasta frásögnin sem ég gat skrifað um mitt líf. Því miður þurfti ég að drepa mig til þess en þetta var eina rétta leiðin.“ Khemiri vísar til þess að orð og skriftir hafi alltaf fært honum ákveðna leið til þess að skilgreina sjálfan sig. „Það hefur alltaf verið þannig að ef ég hef átt erfitt með að hafa stjórn á lífinu, þessu í raunheimum, þá hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að ég gæti varið mig með orðum. Ég held að margir sem skrifa geri einmitt þetta og með því að nota orðið þá er hægt að hanga á hugmyndinni um það hver maður er. Athöfnin að skrifa og skapa sinn eigin sannleika er þannig ákaflega mikilvæg. Ég held að þessi máttur sem er fólginn í orðunum útskýri kannski af hverju mér þykir svona óskaplega vænt um orðin. Það er kannski langsótt að koma að því aftur af hverju ég nýt vinsælda sem höfundur en ég vona samt að það sé vegna þess að lesendur finna það hvað mér þykir vænt um orðin. Orðin veita alltaf skjól hvort sem ég er að skrifa eða í viðtali eða hvað sem er. Orðin eru alltaf þarna fyrir mig og hafa veitt mér skjól. Veitt mér stjórn í veröld þar sem allt verður skyndilega stjórnlaust.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. september.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira