Mörgum mannslífum bjargað Steindór J. Erlingsson og Pétur Hauksson skrifar 7. september 2017 07:00 Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar