800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“ Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“
Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10
Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36