Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 18:15 Vilhjálmur Vísir/Eyþór Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“ Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ætla að mæta aðgerðum HB Granda af fullri hörku. Hann segist afar sorgmæddur yfir tíðindum dagsins og vill að stjórnvöld beiti sér í málinu. „Ég gerði forstjóra HB Granda grein fyrir því að við myndum mæta þessum áformum þeirra af fullri hörku og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þá til þess að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. HB Grandi hyggst láta af landvinnslu á botnfiski á Akranesi og flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Hátt í hundrað manns eiga hættu á að missa vinnuna verði þessi áform að veruleika. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu funda með stjórnvöldum í kvöld vegna málsins. Vilhjálmur mun jafnframt sitja fundinn en hann segir að lagabreytinga sé þörf. „Það sem ég nefndi meðal annars við forstjórann er að nú þarf Alþingi Íslendinga að spyrja sig að því hvort þetta fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða sé eðlilegt, þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að smella saman fingri og segja við erum farnir, búið og bless og skilið fólkið sem hefur tekið þátt í að byggja upp fyrirtækin eftir allslaust. Það er það sem við sem þjóð þurfum að spyrja okkur að, að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindum landsins hvort þeir eigi að hafa þetta ægivald,“ segir Vilhjálmur.Langstærsta uppsögnin Aðspurður segist hann ekki muna eftir jafnstórri uppsögn í bænum. Hún muni koma til með að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. „Ég er búinn að vera formaður frá 2003 og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann staðið frammi fyrir svona. En þegar hundrað manns standa frammi fyrir svona löguðu þá teygir það anga sína í margar fjölskyldur. Ég minnti forsvarsmenn fyrirtækisins á að samfélagsleg ábyrgð við svona ákvörðun er gríðarlega sterk. Þær eru ekkert grín því það eru manneskjur þarna á bak við.“ Vilhjálmur segist afar sorgmæddur. „Maður er hryggur fyrir hönd fólksins sem hér hefur starfað í tugi ára og lagt sig í líma við að þjónusta þetta fyrirtæki af mikilli reisn og mikilli samviskusemi. HB Grandi er eitt af glæsilegustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og við höfum verið stolt af þeirri keðju. En núna virðast þeir ætla að reka gaffalinn í bakið á okkur.“ Hann segist hins vegar fullviss um að Skagamenn muni standa þétt saman. „Við Skagamenn erum þekktir fyrir að standa saman þegar á móti blæs og ég er sannfærður um að við munum þjappa okkur saman sem einn maður núna. Krefjast þess af stjórnvöldum að þau komi og slái skjaldborg utan um sjávarútvegsbyggðir þessa lands.“
Tengdar fréttir Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Sjá meira
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57