Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2017 16:26 Jónína Björg Magnúsdóttir er líklegast frægasta fiskverkunarkona landsins. Vísir „Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. Hún var nýkomin af starfsmannafundi með forstjóranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem boðað var til fyrir blaðamannafundinn á Akranesi nú síðdegis. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu á Akranesi en þar eru 93 starfsmenn. Líklega um áttatíu prósent konur að sögn Jónínu. Óróleika hafi gætt á Akranesi um helgina eftir pistil Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um óveðurský yfir Skipaskaga. Sumir hafa tengt pistil Vilhjálms við sólarkísilverksmiðjuna að sögn Jónínu en svo hafi málin skýrst í dag.Blaðamannafundinn á Akranesi, sem var í beinni útsendingu á Vísi, má sjá hér að neðan. Skýrist á miðvikudaginn „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína en óvíst er hve margir munu missa vinnuna. Hópuppsagnarferli er farið í gang að sögn forstjórans en upplýst verður á miðvikudag hve margir muni missa vinnuna. „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn,“ segir Jónína. Einhverjum muni bjóðast að vinna í Reykjavík en það henti svo sannarlega ekki öllum. Hvernig eigi einstæð móðir að geta sótt vinnu til Reykjavíkur sem byrjar klukkan sex að morgni. „Á hún að leggja af stað klukkan fimm? Hún þarf að bæta tveimur klukkustundum við vinnudaginn í ferðatíma,“ segir Jónína. Þá séu atvinnutækifæri á Akranesi ekki mörg. „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína sem vill ekki skella skuldinni eingöngu á HB Granda. „Hvernig kemur Akraneskaupstaður á móti fyrirtækinu? Greiðir það götu þess?“ segir hún og bendir á umræðu í bænum varðandi vonda lykt sem tengd er hausaverkun í bænum. Sjálf búi hún steinsnar frá verkuninni og finni ekki mikla lykt.Jónína vakti athygli um allt land fyrir tveimur árum í baráttu fiskverkakvenna á Akranesi fyrir betri kjörum. Hún sló í gegn í myndbandinu Svei'attan sem fékk mikið áhorf.Bæjarstjóri hefur um nóg að hugsa„Lyktin er að hrella einhver sex heimili. Það hefur ekki verið hausaþurrkun í marga mánuði. Samt er fólk að kvarta!“Þá óttist hún þau keðjuverkandi áhrif sem hópuppsögnin hafi. Fólk fari á atvinnuleysisskrá, hafi minna fé á milli handanna sem hafi áhrif á minni verslun. Þá sé ferðamannaiðnaðurinn ekki nógu vel uppbyggður á Akranesi og lítið verði vart við aukningu ferðamanna í bænum.Sævar Freyr Þráinsson, nýr bæjarstjóri á Akranesi, hafi því um nóg að hugsa nýsestur í stólinn.„Þótt það sé fallegt veður á Skaganum þá lítur þetta ekki vel út.“ Tengdar fréttir Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00 Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
„Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. Hún var nýkomin af starfsmannafundi með forstjóranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem boðað var til fyrir blaðamannafundinn á Akranesi nú síðdegis. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu á Akranesi en þar eru 93 starfsmenn. Líklega um áttatíu prósent konur að sögn Jónínu. Óróleika hafi gætt á Akranesi um helgina eftir pistil Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um óveðurský yfir Skipaskaga. Sumir hafa tengt pistil Vilhjálms við sólarkísilverksmiðjuna að sögn Jónínu en svo hafi málin skýrst í dag.Blaðamannafundinn á Akranesi, sem var í beinni útsendingu á Vísi, má sjá hér að neðan. Skýrist á miðvikudaginn „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína en óvíst er hve margir munu missa vinnuna. Hópuppsagnarferli er farið í gang að sögn forstjórans en upplýst verður á miðvikudag hve margir muni missa vinnuna. „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn,“ segir Jónína. Einhverjum muni bjóðast að vinna í Reykjavík en það henti svo sannarlega ekki öllum. Hvernig eigi einstæð móðir að geta sótt vinnu til Reykjavíkur sem byrjar klukkan sex að morgni. „Á hún að leggja af stað klukkan fimm? Hún þarf að bæta tveimur klukkustundum við vinnudaginn í ferðatíma,“ segir Jónína. Þá séu atvinnutækifæri á Akranesi ekki mörg. „Þetta er mikið reiðarslag,“ segir Jónína sem vill ekki skella skuldinni eingöngu á HB Granda. „Hvernig kemur Akraneskaupstaður á móti fyrirtækinu? Greiðir það götu þess?“ segir hún og bendir á umræðu í bænum varðandi vonda lykt sem tengd er hausaverkun í bænum. Sjálf búi hún steinsnar frá verkuninni og finni ekki mikla lykt.Jónína vakti athygli um allt land fyrir tveimur árum í baráttu fiskverkakvenna á Akranesi fyrir betri kjörum. Hún sló í gegn í myndbandinu Svei'attan sem fékk mikið áhorf.Bæjarstjóri hefur um nóg að hugsa„Lyktin er að hrella einhver sex heimili. Það hefur ekki verið hausaþurrkun í marga mánuði. Samt er fólk að kvarta!“Þá óttist hún þau keðjuverkandi áhrif sem hópuppsögnin hafi. Fólk fari á atvinnuleysisskrá, hafi minna fé á milli handanna sem hafi áhrif á minni verslun. Þá sé ferðamannaiðnaðurinn ekki nógu vel uppbyggður á Akranesi og lítið verði vart við aukningu ferðamanna í bænum.Sævar Freyr Þráinsson, nýr bæjarstjóri á Akranesi, hafi því um nóg að hugsa nýsestur í stólinn.„Þótt það sé fallegt veður á Skaganum þá lítur þetta ekki vel út.“
Tengdar fréttir Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00 Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Formlegt ferli vegna hópuppsagnar hafið á Akranesi Störf 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi er í hættu. 27. mars 2017 16:00
Hlutabréf í HB Granda lækka Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa lækkað um tæplega 4 prósent í dag. 27. mars 2017 11:27
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum "Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um.“ 27. mars 2017 16:45
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57