Innlent

Fáir telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um 76 til 77 prósent landsmanna hugsa sjaldan eða aldrei um að hryðjuverk verði framin á Íslandi.
Um 76 til 77 prósent landsmanna hugsa sjaldan eða aldrei um að hryðjuverk verði framin á Íslandi. vísir/afp
Fáir Íslendingar telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá hugsa fáir um að slíkir atburðir muni eiga sér stað hér á landi, en kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hugsa oftar um að hryðjuverk verði framin en kjósendur annarra flokka.

Tæplega 8 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi, en 76 til 77 prósent telja það ólíklegt. Þeir yngstu og elstu telja það líklegra en þeir sem eru á miðjum aldri og með auknum tekjum og lengri skólagöngu telur fólk ólíklegra að hryðjuverk verði framin hérlendis.

Um 76 til 77 prósent landsmanna hugsa sjaldan eða aldrei um að hryðjuverk verði framin á Íslandi og um 4 prósent hugsa um það oft. Konur hugsa örlítið oftar um það en karlar og þeir yngstu oftar en þeir eldri.

Allt tóku 877 manns þátt í könnuninni sem fór fram dagana 10. til 22. mars 2017. Svarendur voru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 til 75 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×