Tónlistin hefur verið besta lyfið Guðný Hrönn skrifar 27. mars 2017 09:30 Karitas Harpa sendir frá sér lagið Sæla í dag. Vísir/Anton Brink Karitas Harpa Davíðsdóttir ákvað að taka þátt í Voice Ísland eftir að hafa komist að því að eina vitið fyrir hana væri að starfa við tónlistarsköpun. Tónlistin hefur oftar en ekki hjálpað henni í gegnum erfiða tíma. Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð Voice Ísland sem sýnd var í vetur. Karitas tryggði sér sigur í lokaþættinum með því að syngja lagið My Love með Sia undir leiðsögn þjálfara síns, Sölku Sólar. Síðan hún sigraði í Voice Ísland hefur Karítas svo unnið að upptökum á laginu í nýjum búningi. Textann við nýju útgáfuna samdi tónlistarmaðurinn Arnar Frey Frostason úr Úlfur Úlfur og heitir lagið núna Sæla. Salka Sól syngur með Karitas í laginu. Karitas segir að á sínum tíma hafi þær Salka tekið áhættu með því að velja lagið My Love með Sia fyrir Karitas til að syngja í þáttunum því fáir þekktu það og símakosning réð úrslitum. „En lagið fangaði huga minn við fyrstu hlustun, svo ég vonaði að það myndi líka fanga huga þeirra sem heima sætu. Þessi draumkenndi hljómur yfir laginu færir mann inn í aðra veröld.“ Eftir sætan sigur Karitasar í þættinum var ákveðið að setja lagið í nýjan búning og Arnar Freyr tók að sér að semja nýjan texta. „Textinn hennar Siu er rosalega sorglegur, tregafullur og fullur söknuðar. En við ákváðum að hafa íslenska textann okkar glaðlegri. Þetta er ástarljóð sem lýsir svo fallega þeim tilfinningum sem eiga sér stað þegar maður elskar einhvern heitt," útskýrir Karitas sem er himinlifandi með útkomuna. Sigurinn kom Karitas svo sannarlega skemmtilega á óvart. „Ég hef alltaf elskað að syngja og koma fram. Ég hef tekið þátt í ýmsum keppnum, tónleikum og uppákomum en alltaf bara sem áhugamál, ég hef aldrei þorað að leyfa mér að dreyma um að gera þetta að einhvers konar starfi,“ segir Karitas sem uppgötvaði svo einn daginn að tilgangur hennar væri að starfa við tónlistarsköpun. „Eftir mikla sjálfsskoðun, alls konar vinnur, nám og leit að því sem mig langaði að gera, einhverju sem var raunhæfara en söngur, komst ég einfaldlega að þeirri niðurstöðu að ég yrði aldrei sátt við sjálfa mig nema ég prufaði sönginn af alvöru svo ég ákvað að taka þátt í The Voice. Nú er eins gott að fylgja því eftir!“Karitas var ung byrjuð að taka lagið og nýtti hvað sem er sem svið.Fékk magasár vegna kvíða Það er kannski ekkert skrýtið að Karitas hafi ákveðið að eltast við drauminn um að starfa við tónlist enda hefur tónlistin hjálpað henni í baráttunni við kvíða og þunglyndi. „Ég vil alls ekki detta í einhvern „sob story“-pakka og velta mér og öðrum of mikið upp úr þessu en þetta er auðvitað stór hluti af því hver ég er og hef verið allt mitt líf. Þannig að mér finnst allt í lagi að koma inn á þetta,“ segir hún. „Kvíðinn hefur oft aftrað mér í daglegu lífi sem og í söngnum. Ég fékk til dæmis magasár í 7. bekk út af samræmdu prófunum?… ég hlæ reyndar smá að því í dag. Hvað þunglyndið varðar, þá lýsir það sér helst þannig að þegar ég hef verið sem lengst niðri hef ég gleymt því sem gefur mér svo mikla gleði og það er tónlist. Tónlistin hefur verið mér ofboðslega mikið meðal því þegar ég átta mig á því að ég hef ekki hlustað lengi á tónlist eða sungið, kveiki ég á Ed Sheeran eða álíka og líður svo miklu miklu betur. Eða ég skelli Disney-lagalista í tækið og syng með, það er betra meðal en öll lyf sem ég hef prófað. Ég vil sem sagt meina að tónlistin hafi hjálpað mér meira í minni baráttu við kvíða og þunglyndi heldur en veikindin hafa haldið aftur af mér í tónlistinni,“ útskýrir Karitas. „Vonandi uppi á sviði, alltaf, allan daginn, alla daga,“ segir Karitas aðspurð hvar hún sjái sjálfa sig fyrir sér eftir tíu ár. „Nei, en ég vona að ég verði á fullu í tónlistinni, að semja og syngja. Kannski á leiksviði og helst í söngleikjum, það væri annar draumur. Vonandi verð ég komin á þann stað að ég verði búin að kaupa mér íbúð miðsvæðis í Reykjavík og ég og sonur minn að „chilla“ á Klambratúni. Reyndar verður hann að verða 13 ára og þá að detta í að vera of svalur fyrir mömmu sína, en vonandi fer hann enn með mér á ísrúnt í skjóli nætur,“ segir hún að lokum og bendir áhugasömum á að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en hún er með notendanafnið „karitasharpa“. Til gamans má geta að lagið Sæla verður frumflutt í útvarpi eftir hádegi á Bylgjunni í dag í þætti Rúnars Róbertssonar. Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Karitas Harpa Davíðsdóttir ákvað að taka þátt í Voice Ísland eftir að hafa komist að því að eina vitið fyrir hana væri að starfa við tónlistarsköpun. Tónlistin hefur oftar en ekki hjálpað henni í gegnum erfiða tíma. Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð Voice Ísland sem sýnd var í vetur. Karitas tryggði sér sigur í lokaþættinum með því að syngja lagið My Love með Sia undir leiðsögn þjálfara síns, Sölku Sólar. Síðan hún sigraði í Voice Ísland hefur Karítas svo unnið að upptökum á laginu í nýjum búningi. Textann við nýju útgáfuna samdi tónlistarmaðurinn Arnar Frey Frostason úr Úlfur Úlfur og heitir lagið núna Sæla. Salka Sól syngur með Karitas í laginu. Karitas segir að á sínum tíma hafi þær Salka tekið áhættu með því að velja lagið My Love með Sia fyrir Karitas til að syngja í þáttunum því fáir þekktu það og símakosning réð úrslitum. „En lagið fangaði huga minn við fyrstu hlustun, svo ég vonaði að það myndi líka fanga huga þeirra sem heima sætu. Þessi draumkenndi hljómur yfir laginu færir mann inn í aðra veröld.“ Eftir sætan sigur Karitasar í þættinum var ákveðið að setja lagið í nýjan búning og Arnar Freyr tók að sér að semja nýjan texta. „Textinn hennar Siu er rosalega sorglegur, tregafullur og fullur söknuðar. En við ákváðum að hafa íslenska textann okkar glaðlegri. Þetta er ástarljóð sem lýsir svo fallega þeim tilfinningum sem eiga sér stað þegar maður elskar einhvern heitt," útskýrir Karitas sem er himinlifandi með útkomuna. Sigurinn kom Karitas svo sannarlega skemmtilega á óvart. „Ég hef alltaf elskað að syngja og koma fram. Ég hef tekið þátt í ýmsum keppnum, tónleikum og uppákomum en alltaf bara sem áhugamál, ég hef aldrei þorað að leyfa mér að dreyma um að gera þetta að einhvers konar starfi,“ segir Karitas sem uppgötvaði svo einn daginn að tilgangur hennar væri að starfa við tónlistarsköpun. „Eftir mikla sjálfsskoðun, alls konar vinnur, nám og leit að því sem mig langaði að gera, einhverju sem var raunhæfara en söngur, komst ég einfaldlega að þeirri niðurstöðu að ég yrði aldrei sátt við sjálfa mig nema ég prufaði sönginn af alvöru svo ég ákvað að taka þátt í The Voice. Nú er eins gott að fylgja því eftir!“Karitas var ung byrjuð að taka lagið og nýtti hvað sem er sem svið.Fékk magasár vegna kvíða Það er kannski ekkert skrýtið að Karitas hafi ákveðið að eltast við drauminn um að starfa við tónlist enda hefur tónlistin hjálpað henni í baráttunni við kvíða og þunglyndi. „Ég vil alls ekki detta í einhvern „sob story“-pakka og velta mér og öðrum of mikið upp úr þessu en þetta er auðvitað stór hluti af því hver ég er og hef verið allt mitt líf. Þannig að mér finnst allt í lagi að koma inn á þetta,“ segir hún. „Kvíðinn hefur oft aftrað mér í daglegu lífi sem og í söngnum. Ég fékk til dæmis magasár í 7. bekk út af samræmdu prófunum?… ég hlæ reyndar smá að því í dag. Hvað þunglyndið varðar, þá lýsir það sér helst þannig að þegar ég hef verið sem lengst niðri hef ég gleymt því sem gefur mér svo mikla gleði og það er tónlist. Tónlistin hefur verið mér ofboðslega mikið meðal því þegar ég átta mig á því að ég hef ekki hlustað lengi á tónlist eða sungið, kveiki ég á Ed Sheeran eða álíka og líður svo miklu miklu betur. Eða ég skelli Disney-lagalista í tækið og syng með, það er betra meðal en öll lyf sem ég hef prófað. Ég vil sem sagt meina að tónlistin hafi hjálpað mér meira í minni baráttu við kvíða og þunglyndi heldur en veikindin hafa haldið aftur af mér í tónlistinni,“ útskýrir Karitas. „Vonandi uppi á sviði, alltaf, allan daginn, alla daga,“ segir Karitas aðspurð hvar hún sjái sjálfa sig fyrir sér eftir tíu ár. „Nei, en ég vona að ég verði á fullu í tónlistinni, að semja og syngja. Kannski á leiksviði og helst í söngleikjum, það væri annar draumur. Vonandi verð ég komin á þann stað að ég verði búin að kaupa mér íbúð miðsvæðis í Reykjavík og ég og sonur minn að „chilla“ á Klambratúni. Reyndar verður hann að verða 13 ára og þá að detta í að vera of svalur fyrir mömmu sína, en vonandi fer hann enn með mér á ísrúnt í skjóli nætur,“ segir hún að lokum og bendir áhugasömum á að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en hún er með notendanafnið „karitasharpa“. Til gamans má geta að lagið Sæla verður frumflutt í útvarpi eftir hádegi á Bylgjunni í dag í þætti Rúnars Róbertssonar.
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira