Viðskipti innlent

Viðskiptaráð vill að ríkið selji fasteignir fyrir 45 milljarða króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Viðskiptaráð telur mikil tækifæri fólgin í því að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna hér á landi og leggur til að ríkið selji fermetra fyrir 45 milljarða króna. Telur ráðið hagkvæmt að einkaaðilar fái að kaupa einn ef hverjum fjórum fermetrum í eigu ríkisins sem sé umsvifamesti rekstraraðili fasteigna á Íslandi.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum ríkisins á íslenskum fasteignamarkaði sem verður kynnt í dag. Segir þar að ríkissjóður eigi alls 880 þúsund fermetra af húsnæði í um eitt þúsund fasteignum.

Húsnæði Hæstaréttar er í eigu ríkisins líkt og Viðskiptaráð bendir á.


„Nýting þessara fasteigna er óhagkvæm, en ríkisstofnanir nota tvöfalt fleiri fermetra á hvern starfsmann en alþjóðleg viðmið segja til um. [...] Til að setja þessi umsvif ríkisins á fasteignamarkaði í samhengi má nefna að flatarmál Laugardalsvallar er sjö þúsund fermetrar og flatarmál Kringlunnar er fjörutíu þúsund fermetrar. Fasteignir ríkissjóðs jafngilda því um 125 knattspyrnuvöllum eða 22 Kringlum að stærð,“ segir í úttektinni. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×