Enski boltinn

Klopp: Heppnin var ekki með okkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp þakkar áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn í kvöld.
Klopp þakkar áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn í kvöld. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að heppnin hefði ekki verið með sínum mönnum í liði gegn Southampton í kvöld.

Dýrlingarnir unnu leikinn 0-1 og eru komnir á Wembley þar sem þeir mæta annað hvort Manchester United eða Hull City í úrslitaleik enska deildarbikarsins.

„Þeir unnu báða leikina og áttu þetta skilið,“ sagði Klopp eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum mjög vel. Það er ekki hægt að skapa fleiri færi en við gerðum í seinni hálfleik, við höfðum yfirburði. Þetta var erfitt því við þurftum að taka áhættu og það hentaði þeim. Við fengum góð færi en heppnin var ekki með okkur í liði. Dómarinn sá ekki hendina hjá [Shane] Long og það hjálpar ekki til. Ég er ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin.“

Klopp segir að dómgæslan hafi verið Liverpool óhagstæð í vetur.

„Það væri ánægjulegt að heyra dómarann flauta. Ég veit ekki hversu oft þetta hefur gerst á tímabilinu. Man Utd skoraði rangstöðumark, enginn sagði neitt. Í kvöld áttum við að fá víti, enginn sagði neitt,“ sagði Klopp ósáttur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×