Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 17:32 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag áður en hann bar vitni. vísir/vilhelm Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53