Melaskólastjóri fær 200 þúsund krónur frá blaðamanni Stundarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 06:33 Það blés ekki byrlega um Melaskóla í upphafi síðasta árs. ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Hjálmar Friðriksson, blaðamaður Stundarinnar, þarf að greiða Dagnýju Annasdóttur, fyrrverandi skólastjóra Melaskóla, 200 þúsund krónur vegna ummæla sem viðmælandi hans lét falla í úttekt um starfshætti skólastjórans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudag, ásamt því að dæma tvö ummæli í úttektinni dauð og ómerkt. Ummælin eru: A. „Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti.“ B. „Hún er sögð vanhæf til skólastarfs, stýri skólanum af vankunnáttu, og sumir kennarar upplifi einelti af hennar höndum.“ Málið á rætur að rekja til greinar sem birtist á Stundinni þann 19. janúar 2016 undir fyrirsögninni: „Kennari í Melaskóla um skólastjórann: ,,Hún stjórnar með harðri hendi og leggur fólk í einelti“.“ Greinin fjallar um þá stöðu sem komin var upp innan veggja Melaskóla í upphafi síðasta árs. Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en 30 kennarar hótuðu að hætta störfum ef Dagný myndi áfram starfa sem skólastjóri. Málinu lauk svo með því að Dagný sagði upp - að eigin ósk.Sjá einnig: Kennarauppreisn í MelaskólaÍ umfjöllun Stundarinnar var haft eftir ónafngreindum viðmælanda Hjálmars að Dagný væri vanhæf til skólastarfs, stjórnun hennar á skólastarfinu bæri vott um vankunnáttu og hún legði kennara skólans í einelti.Dagný Annasdóttir.Lögmaður Dagnýjar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, rekur í málsástæðum dómsins að ummæli viðmælandans beri með sér sök um háttsemi „vegi með alvarlegum hætti að æru og starfsheiðri hennar.“Óumdeild hæfni að eigin mati Dagný mæti það sem svo að það væri óumdeildt að hún væri„ hæfur skólastjórnandi enda sé hún meðal annars með meistarapróf í stjórnun og forystu menntastofnana og sérkennslufræðum frá háskólanum í Osló. Þá sé stefnandi með yfir 30 ára reynslu af kennslu og skólastjórnun á Íslandi og í Noregi, auk annarrar mikilvægrar starfsreynslu,“ eins og það er orðað. Í ljósi þess að enginn kennari hafi stigið fram og lýst með nákvæmum hætti í hverju einelti Dagnýjar var fólgið og hvenær það átti sér stað þá væru þessi ummæli líklega „tilbúningur“ Hjálmars - eins og lögmaðurinn Vilhjálmur orðar það. Dómara héraðsdóms þótti fyrrgreindu ummælin fela í sér „ásökun um siðferislega ámælisverða háttsemi“ af hálfu blaðamannsins og væru til þess fallin að „verða viðringu hennar til hnekkis.“ Eins og málið lægi fyrir dómnum væru þau þar að auki ósönnuð og voru þau því dæmd ómerk. Sem fyrr segir var Hjálmari gert að greiða Dagnýju 200 þúsund krónur, ásamt því að greiða málskostnaðinn upp á 165 þúsund.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58