Bjarni segir það samningsatriði hvort hann eða Katrín leiði stjórnarmyndunarviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira