Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Will Gregg, ein af stjörnum EM 2016 þrátt fyrir að hafa ekkert spilað, er ekki í leikmannahópi Norður-Íra sem stefna á að slá út Sviss í umspilinu. Vísir/AFP Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira