Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira