Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Vísir/Vilhelm Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00