Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Vísir/Vilhelm Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00