Erlent

Sextán ára stúlka játar að hafa banað hinni sjö ára Katie Rough

Atli Ísleifsson skrifar
Katie stundaði nám í Westfield grunnskólanum í hverfinu Acomb í York.
Katie stundaði nám í Westfield grunnskólanum í hverfinu Acomb í York. facebook
Sextán ára stúlka hefur játað að hafa banað hinni sjö ára Katie Rough í úthverfi ensku borgarinnar York í janúar. Kveðst hún þó ekki að fullu ábyrg gjörða sinna vegna geðrænna veikinda (e. diminished responsibility).

Katie fannst með áverka á hálsi og bringu á leikvelli í Woodthorpe, suðvestur af York þann 9. janúar síðastliðinn og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Stúlkan sem ákærð er fyrir að hafa banað Katie var ekki á staðnum þegar málið var tekið fyrir í dómshúsi í Leeds í dag en játaði sekt í gegnum myndsíma. Sagðist hún þar ekki sek um morð, heldur manndráp.

Í frétt BBC kemur fram að stúlkan hafi gengist undir fjölda geð- og sálfræðirannsókna. Ekki leiki vafi á að geðástand hennar hafi haft áhrif á gjörðir hennar, jafnvel þó að drápið hafi verið skipulagt.

Rannsókn á líki Katie leiddi í ljós að hún var með tvo djúpa skurði, annars vegar á hálsi og hins vegar á búknum. Skurðirnir hafi þó ekki valdið dauða hennar, heldur hafi hún áður verið kæfð.

Katie stundaði nám í Westfield grunnskólanum í hverfinu Acomb í York.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×