Innlent

Minkur reif hænur Hrafns á hol

Jakob Bjarnar skrifar
Hrafn segir minka hafa lagt undir sig Laugarnestangann og allt fuglalíf sé horfið.
Hrafn segir minka hafa lagt undir sig Laugarnestangann og allt fuglalíf sé horfið.
Minkur er búinn að útrýma öllu fuglalífi í grennd við bústað Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanganum. Kvikmyndagerðarmaður segir tangann undirlagðan af mink. Sem þegar hefur eytt öllu fuglalífi í grennd við bústað Hrafns.

„Hrossagaukur, Spói, Stelkur, Tjaldur, Svartþröstur, Kría, Músarindill, Steindepill - allt horfið,“ segir Hrafn á Facebooksíðu sinni.

Og það sem meira er, tvær hænur sem hann hélt hafa verið rifnar á hol, ungum mönnum til mikillar sorgar.

„Borgin virðist ekki ráða við neitt við minkinn sem leikur sér hér á pallinum með dauða unga, - þótt ég hafi haft samband við borgina slag í slag.“

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að minkum sem og öðrum meindýrum hafi fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Þetta hefur blaðið eftir Steinari Smára Guðbergssyni meindýraeyði. Steinar Smári segir einnig að músagangur hafi aukist verulega og hann hafi vart undan að eitra fyrir þeirri plágu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×