Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira