Erlent

Slapp eftir ellefu daga í haldi gíslatökumanna

Atli Ísleifsson skrifar
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við málið. Vísir/Getty
Lögregla á Spáni hefur tekist að ná hollenskum manni, búsettum á Spáni, úr klóm gíslatökumanna, ellefu dögum eftir að honum var rænt.

Spænskir fjölmiðlar segja glæpagengi frá Austur-Evrópu hafa rænt manninum, haft samband við eiginkonu hans og krafist 1,5 milljónir evra greiðslu í lausnargjald, eða um 175 milljónir íslenskra króna.

Manninum var rænt fyrir utan heimili sitt í strandbænum Lloret de Mar í Katalóníu þann 12. júní. Réðust árásarmennirnir á manninn og skipuðu honum að fara inn í bíl, en honum voru gefin deyfilyf allan þann tíma sem hann var í haldi.

Lögreglan náði manninum, sem þá var uppdópaður og í hjólastól, á bílastæði hótels þar mannræningjarnir hugðust taka á móti lausnargjaldsgreiðslunni.

Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×