Viðskipti innlent

Sigurhjörtur hættur sem forstjóri Mannvits

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sigurhjörtur Sigfússon hafði gegnt starfi forstjóra Mannvits frá byrjun árs 2015
Sigurhjörtur Sigfússon hafði gegnt starfi forstjóra Mannvits frá byrjun árs 2015
Sigurhjörtur Sigfússon hætti í liðinni viku störfum sem forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits. Hann hafði gegnt starfinu frá byrjun árs 2015. Jón Már Halldórsson, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í verkfræðistofunni undanfarin fimm ár, hefur tekið tímabundið við forstjórastarfinu á meðan eftirmanns Sigurhjartar er leitað.

Fleiri breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn Mannvits undanfarið en fyrr í haust lét Sigríður Indriðadóttir af störfum sem mannauðsstjóri.

Áður en Sigurhjörtur tók við forstjórastarfinu var hann fjármálastjóri Mannvits frá árinu 2012. Hann hefur auk þess starfað sem sérfræðingur hjá Straumi-Burðarási og forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum, forvera Símans.

Mannvit, sem er ein stærsta verkfræðistofa landsins, skilaði 319 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 87 milljóna króna hagnað árið áður.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.


Tengdar fréttir

Sigurhjörtur til Mannvits

Sigurhjörtur Sigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sínu sviði. Áður en Sigurhjörtur réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum frá árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×