Erla Kolbrún gafst upp og reyndi sjálfsvíg: Óvinnufær með verki allt lífið vegna læknamistaka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 10:00 Erla Kolbrún er óvinnufær vegna læknamistaka í aðgerð árið 2012. Vísir/Anton Brink Erla Kolbrún Óskarsdóttir er móðir, eiginkona og lærður lyfjatæknir. Hún mun þó væntanlega aldrei ná að starfa sem lyfjatæknir þar sem hún hefur verið óvinnufær síðan árið 2012 þegar hún varð fyrir skelfilegum læknamistökum. Erla Kolbrún hefur þjáðst vegna verkja síðustu ár og reyndi sjálfsvíg þegar hún lá inni á Landspítalanum í síðasta mánuði. Hún segir skelfilegt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum. Erla Kolbrún á tvær dætur, fæddar 2006 og 2010. Eftir fyrri fæðinguna fann hún að grindarbotninn varð slappari en eftir seinni fæðinguna versnaði það mjög mikið. Grindarbotn Erlu Kolbrúnar var orðinn það slæmur að hún var komin með endaþarmssig. „Mér var sagt að þetta væri einföld aðgerð og ég yrði fljót að jafna mig.“ Aðgerðin var gerð á Akranesi og var Erla Kolbrún svæfð á meðan. Þegar hún vaknaði fann hún fyrir hryllilegum verk í rófubeininu. „Saumað hafði verið beint í vöðva í grindarholinu í stað þess að sauma í nærliggjandi bandvef og taugar höfðu skemmst í saumaskapnum. Aðgerðin á Akranesi hafði verið tekin úr umferð 30 árum áður vegna hættu á verkjaköstum.“Bæturnar lágar í ljósi afleiðinga læknamistakannaSaumarnir voru fjarlægðir og ákveðið var að reyna að laga endaþarmssigið aftur eftir nokkur ár. Henni var tjáð að hún myndi sennilega aldrei verða verkjalaus en allt yrði gert til þess að hjálpa henni að takast á við verkina. „Mér var líka sagt að að ég gæti ekki fætt barn aftur.“ Erla útskrifaðist sem lyfjatæknir og byrjaði að vinna í verslun en svo fóru verkirnir að versna aftur. Erla Kolbrún dvaldi í nokkrar vikur á geðdeild en þar fékk hún þunglyndislyf og taugalyf. Hún byrjaði hjá sálfræðingi og hélt áfram að reyna að lifa sínu lífi. Erlu Kolbrúnu voru dæmdar bætur vegna læknamistakanna og hún metin með 100 prósent örorku. „Ég fékk hæstu mögulegu bætur sem hægt er að fá úr sjúklingatryggingum. Þetta var samt bara brot af því sem ég á skilið, þetta var alltof lítill peningur því að líf mitt er ónýtt.“Erla Kolbrún segir að eiginmaðurinn og dæturnar hjálpi mikið á þessum erfiða tíma.Svikinn af góðri vinkonuErla Kolbrún þarf að kljást við afleiðingarnar af læknamistökunum daglega og sér ekki fram á að verða nokkurn tíman verkjalaus eða komast aftur út á vinnumarkaðinn. Hún segir að eiginmaðurinn og dæturnar séu það eina sem haldi henni gangandi. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði í íbúð sem bæturnar voru að hluta til notaðar í að kaupa. „Við ætluðum að kaupa okkur íbúð fyrir nokkrum mánuðum og það varð næstum því ekki að veruleika. Ég lánaði nefnilega vinkonu minni hluta af bótunum þegar ég fékk þær og átti að fá upphæðina greidda strax til baka. Það loforð var svikið og ég er enn að bíða svo þetta var mikið áfall fyrir mig.“ Erla Kolbrún segir að hún sé mjög þakklát fyrir að hafa náð að kaupa íbúðina þrátt fyrir þetta. „Það er alveg að fara með mig að ég hafi gert þetta, að ég hafi treyst henni og lánað henni. Ég þarf virkilega á þessum peningum að halda.Síðasta árið hefur verið ofsalega erfitt, bæði fyrir mig og líka okkur sem fjölskyldu. Þetta hefur verið gríðarlega mikill rússíbani“Átta sinnum í sjúkrabíl á árinu„Ég þarf að dópa mig upp til þess að geta sofið á nóttunni. Ég vakna með verki upp á fimm ef þetta er hugsað frá verkjaskalanum einn og upp í tíu. Ég dreg það að fara á fætur eins lengi og ég get því að um leið og ég fer á fætur þá sígur grindarbotnssvæðið niður. Ég byrja alla daga á að taka lyf en seinnipartinn eru svo verkirnir komnir upp í sjö, þetta fer alltaf hækkandi með deginum. Stundum á kvöldin er ég komin upp í níu og þá enda ég á sjúkrahúsinu. Ef verkirnir eru upp á átta þá er ég bara heima, ég reyni að þrauka eins lengi og ég get. Ef ég dett út þá hringir Andrés á sjúkrabíl,“ segir Erla Kolbrún og sýnir mér lyfjakassann sinn. Þar eru meðal annars svefnlyf, þunglyndislyf, taugalyf, meltingarlyf, kvíðastillandi og margar tegundir af verkjalyfjum. „Ég get ekkert gert, ég get ekki ryksugað, þurrkað af eða setið og lært með stelpunum mínum. Líf mitt er svona alla daga.“ Erla Kolbrún er að mestu leyti heima hjá sér flesta daga en segir að sér þyki verst að geta ekki gert allt sem hana langar til að gera fyrir stelpurnar sínar. Hún segist stóla mjög mikið á manninn sinn til þess að aðstoða sig í gegnum daginn, sérstaklega með heimilisverk, innkaup, eldamennsku og svo stelpurnar þeirra. „Ég er búin að vera inn og út af spítalanum á þessu ári vegna verkja. Ég hef verið flutt þangað með sjúkrabíl átta sinnum í verkjakasti þegar ég var of verkjuð til þess að geta stigið út úr rúminu eða komist út í bíl. Það eru engin lyf sem virka eða slá á þessa verki, það eina sem er hægt að gera fyrir mig er að gefa mér lyf sem sljóvga heilann svo að ég sofni. Í tvö ár hafa verið reyndar ýmsar meðferðir en ekkert virkar í nema stuttan tíma.“Erla Kolbrún ræðir veikindi sín opinskátt á Snapchat undir nafninu Erlak85.Hræðist ekki dauðannErla Kolbrún leitaði alltaf á bráðamóttökuna vegna verkjakastanna en á þessu ári hitti hún lækni sem gjörbreytti hennar ferli þegar verkirnir verða hvað verstir. Nú leitar hún beint á Kvennadeildina þar sem sjúkrasaga hennar er skráð og starfsfólk veit nákvæmlega hvað er best að gera til að lina verki hennar. Nú þarf hún ekki að segja sögu sína aftur og aftur eða bíða í langan tíma eftir að komast að á bráðamóttöku. „Í október eru fimm ár síðan ég fór í aðgerðina en síðustu þrjá mánuði hef ég haft mjög mikla verki og sumarið var mér erfitt andlega og líkamlega. Það voru farnar að læðast að mér tilfinningar um að ég gæti ekki lifað svona alla ævi. Eina leiðin fyrir mig að losna undan þessum verkjum væri að sofna eða deyja.“ Hún segir að hún hafi í byrjun ekki gert sér almennilega grein fyrir því að hún væri komin með sjálfsvígshugsanir. „Þegar maður veit að eina leiðin til að losna við verkina er að deyja, þá hræðist maður ekkert. Þessar hugsanir læddust eiginlega aftan að mér og allt í einu var ég byrjuð að hugsa um það hvernig ég gæti endað líf mitt.“Fór alveg á botninnErla Kolbrún segist hafa reynt að vera sterk alveg frá upphafi þó að auðvitað hafi það gengið misvel. Sumarið hafi svo verið mikill lágpunktur. „Innst inni var ég svo búin að sannfæra mig um að börnin mín og maðurinn minn væru betur sett án mín, þeim myndi finnast þetta betra eftir nokkur ár. Þau þyrftu ekkert að hugsa meira um mig eða mín vandamál. Stelpurnar þyrftu ekki að horfa upp á mig kveljast eða gráta og sjá sjúkrabíla. Þær þyrftu ekki að eiga mömmu sem segði alltaf nei ég get það ekki. Ég sá Andrés ekki fyrir mér í þessu hlutverki það sem eftir er, því það er búið að segja mér að nema að ég detti niður á eitthvað kraftaverk þá verði ég alltaf svona. Ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert líf fyrir hann.“ Erla Kolbrún reyndi að taka eigið líf þann 11.ágúst síðastliðinn. Hún dvaldi þá á Kvennadeild Landsspítalans eftir erfitt verkjakast. Á þessum tímapunkti fannst henni hún kominn gjörsamlega á botninn. „Ég var nýbúin að fá nýjan skammt af kvíðastillandi lyfi og var með hundrað stykki í glasi í veskinu. Þetta er lyf sem ég gríp stundum í þegar ég er í verkjaköstum til þess að geta slakað betur á. Ég var búin að tala við Andrés og lækninn minn og ég vissi að ég yrði ein í herberginu í einhvern tíma þar sem ég átti að hvíla mig.“ Hún segir að þarna hafi hún hugsað að þetta væri rétti tíminn til þess að kveðja þennan heim„Ertu reið?“„Ég sturtaði í mig öllum töflunum og fór svo að sofa. Ég man svo ekkert meir fyrr en læknir er að hrista mig. Svo sofna ég aftur og man ekkert meira fyrr en ég vakna kvöldið eftir á gjörgæslu, komin með þvaglegg og umkringd allskonar tækjum.“ Erla Kolbrún segir að það fyrsta sem hjúkrunarfræðingur hafi spurt sig hafi verið „Ertu reið?“ Hún segist ekki vera reið yfir því að þetta hafi ekki tekist en sé heldur ekki glöð. „Mér var svo sagt að þetta væri allt í lagi, maðurinn minn vissi af þessu og að hann væri búin að fá alla þá aðstoð sem hann þyrfti. Hann hafði ætlað að heimsækja mig og kom inn akkúrat þegar það var verið að hlaupa með mig yfir á gjörgæslu. Sem betur fer var læknirinn minn á staðnum og fór með hann í aðstandendaherbergi og hélt utan um hann á meðan hann grét. Hún er engill í mínum augum.“ Hún segir að það hafi verið heppni að deildarlæknir heimsótti herbergið hennar til að tala við hana. „Ég andaði enn þá en það var farið að hægjast á öllu kerfinu hjá mér svo það mátti ekki miklu muna. Ég fékk strax móteitur eftir að læknirinn áttaði sig á því hvað hafði gerst.“ Erla Kolbrún þakkar fyrir að Andrés maðurinn hennar hafi komið einn að heimsækja hana og hafi því ekki þurft að verða vitni af þessu.Er aftur byrjuð að vinna í sjálfri sér„Ég kom sem betur fer algjörlega ósködduð frá þessu en fór svo beint inn á geðdeild. Þetta var ekki í fyrsta skipti því ég fór líka á geðdeild stuttu eftir aðgerðina sem misheppnaðist því ég hafði verið með brjálaðar sjálfsvígshugsanir þá. Þá dvaldi ég á geðdeild í meira en tvær vikur.“ Nú er hún að vinna vel í andlegu hliðinni og ætlar að vera í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi. „Ég tók mér hlé frá því of lengi, þess vegna gerðist þetta.“ Erla Kolbrún sagði Snapchat fylgjendum sínum frá öllu þessu sem gerðist og hélt áfram að „snappa“ inni á geðdeildinni. Hún segir að það hjálpi sér mikið að opna sig um veikindin á Snapchat og reynir ekki að fela neitt. „Ég sé auðvitað engin andlit en ég veit að fólk er að hlusta.“ Ekki voru allir jafn hrifnir af því að Erla Kolbrún ræddi sjálfsvígstilraun sína og dvölina á geðdeild á opnum Snapchat reikningi, erlak85 Hún heldur samt sínu striki og er einlægari og opnari en nokkru sinni áður. Erla Kolbrún segir að það sé mikilvægt fyrir aðstandendur fólks sem glímir við þunglyndi og kvíða að átta sig á því að þeir þurfi oftast að hafa frumkvæðið af samskiptunum.Erla Kolbrún vinnur nú í sjálfri sér með sálfræðingi. Vísir/Anton BrinkEinangrast vegna verkjanna„Það er ekki nóg að segja, þú hringir ef það er eitthvað. Manneskja með þunglyndi og kvíða er ekkert að fara að taka upp símann og hringja og biðja um aðstoð, það er ekki að fara að gerast.“ Hún segist einstaklega þakklát fyrir það hversu mikið systir hennar og móðir hjálpi sér og tali við sig alla daga. Einnig séu sumar vinkonur hennar mikið til staðar og séu líka í góðu sambandi við manninn hennar til þess að fylgjast með hvernig gengur. „Ég veit að mörgum öðrum í kringum mig þykir ótrúlega vænt um mig og er ekki sama um mig, en það hringir ekki í mig eða sendir mér skilaboð og það er stundum ótrúlega sárt. Við sem erum veik getum ekki barist ein.“ Erla Kolbrún er algjörlega óvinnufær í dag en fyrst eftir aðgerðina vann hún sem aðstoðarkona Sigrúnar Lilju hönnuðar. „Það var takmarkað hvað ég gat gert en ég fékk mikinn skilning. Það tímabil var ótrúlega gott fyrir mig þar sem við gerðum mikið skemmtilegt, það var mikið hlegið og mikil gleði. Þetta hætti mjög snögglega vegna ágreinings sem var ekki leysanlegur og varð til þess að ég þurfti að segja upp. Þegar ég lít til baka þykir mér mjög vænt um þennan tíma. Það gerði mjög mikið fyrir mig andlega að fara svona út á meðal fólks. Ég hef einangrast töluvert eftir þetta en ég á tryggar vinkonur í dag sem reyna að draga mig með sér út eða á viðburði og þess háttar. Oftast get ég þó ekki farið með þeim.“Áfall að heyra orðið BarnaverndarnefndErla Kolbrún fékk að vita það á geðdeild að Barnaverndarnefnd myndi koma heim til hennar. „Ég fékk algjört áfall. Ég hélt að þetta væri það versta sem gæti skeð fyrir mig, ég veit ekki hvað ég hélt að myndi gerast en ég brotnaði algjörlega saman. Svo kemur í ljós að þetta er það besta sem gæti gerst akkúrat núna, því barnaverndarnefnd er gerir allt til þess að hjálpa fólki sem á erfitt. Það eru börn á heimilinu og það er þeirra hagur sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að hjálpin frá Barnaverndarnefnd verði þeim væntanlega ómetanleg og munu þau fá aðstoð inn á heimilið hvort sem það verður sálfræðiaðstoð, hjálp með stelpurnar, samtalsmeðferð fyrir þær eða eitthvað annað. „Margir halda eins og ég að Barnaverndarnefnd sé einhver grýla en það er alls ekki þannig.“Tekur eina mínútu í einuHún segir að lítil verkefni eins og að sækja stelpurnar, hjálpa þeim með heimalærdóminn eða tannbursta þær hafi oft verið erfitt eða jafnvel ómögulegt. „Það liggur alltaf svo þungt á mér yfir daginn að vita ekki hvernig ég verð þegar ég þarf að sækja stelpurnar mínar, eða hvort ég geti það yfir höfuð. Mömmuhjartað er ekki að þola þetta. Ég þarf því að brjóta daginn minn upp í pínulítil verkefni. Ég get ekki planað neitt langt fram í tímann. Ég tek ekki einn dag í einu eða einn klukkutíma í einu heldur eina mínútu.“ Erla Kolbrún saknar þess að gera DIY verkefni og að skrifa fyrir falleg tímarit um ýmislegt tengt heimilinu. „Það er líka ákveðið verkefni út af fyrir sig að vera með 11 ára einhverft barn sem er að detta á gelgjuna. En við erum samt svo heppin með hana, hún er svo dugleg.“ Hún sér dálítið eftir hversdagslegu hlutunum sem hún getur ekki gert í dag. „Litlir einfaldir hlutir sem eru mörgum svo sjálfsagðir eru mér svo ótrúlega erfiðir. Það er það sem ég sakna, það er búið að taka það af mér.“Erfitt að hafa fjárhagsáhyggjurHún segir að nú þurfi Andrés líka að fá aðstoð og finna einhvern til þess að tala við. „Hann vinnur sennilega svona 200 prósent vinnu, án þess værum við eflaust flutt inn á aldraða foreldra okkar. Hann hefur þurft að auka brjálæðislega mikið við vinnu síðan þetta gerðist og svo treysti ég líka svo mikið á hann til að sjá um okkur og heimilið.“ Erla Kolbrún segir að það sé erfitt að Andrés þurfi að vinna svona mikið um kvöld og helgar þar sem hann sé í tveimur störfum en fyrir þau sé lítið annað í stöðunni þar sem hennar örorkubætur séu lágar. „Það er alltaf mikið áfall fyrir fólk að detta út af vinnumarkaðinum. Það eru ýmsir afslættir og annað í boði fyrir öryrkja en maður þarf að finna þetta allt sjálfur og berjast fyrir öllu.“ Að auki skuldar Erla Kolbrún LÍN vegna námslánanna sinna, vegna námsgráðu sem hún kemur sennilega aldrei til með að geta notað. Ólíklegt er eins og staðan er núna að hún komist aftur út á vinnumarkaðinn. „Það er búið að skemma gráðuna fyrir mér en ég þarf samt að borga allt til baka. Ég fékk einhverjar bætur eftir aðgerðina en stór hluti þeirra fór upp í að borga upp skuldir sem voru þá strax uppsafnaðar vegna veikinda minna, þegar ég datt svona skyndilega út af vinnumarkaði þá sat margt á hakanum.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Erla Kolbrún Óskarsdóttir er móðir, eiginkona og lærður lyfjatæknir. Hún mun þó væntanlega aldrei ná að starfa sem lyfjatæknir þar sem hún hefur verið óvinnufær síðan árið 2012 þegar hún varð fyrir skelfilegum læknamistökum. Erla Kolbrún hefur þjáðst vegna verkja síðustu ár og reyndi sjálfsvíg þegar hún lá inni á Landspítalanum í síðasta mánuði. Hún segir skelfilegt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum. Erla Kolbrún á tvær dætur, fæddar 2006 og 2010. Eftir fyrri fæðinguna fann hún að grindarbotninn varð slappari en eftir seinni fæðinguna versnaði það mjög mikið. Grindarbotn Erlu Kolbrúnar var orðinn það slæmur að hún var komin með endaþarmssig. „Mér var sagt að þetta væri einföld aðgerð og ég yrði fljót að jafna mig.“ Aðgerðin var gerð á Akranesi og var Erla Kolbrún svæfð á meðan. Þegar hún vaknaði fann hún fyrir hryllilegum verk í rófubeininu. „Saumað hafði verið beint í vöðva í grindarholinu í stað þess að sauma í nærliggjandi bandvef og taugar höfðu skemmst í saumaskapnum. Aðgerðin á Akranesi hafði verið tekin úr umferð 30 árum áður vegna hættu á verkjaköstum.“Bæturnar lágar í ljósi afleiðinga læknamistakannaSaumarnir voru fjarlægðir og ákveðið var að reyna að laga endaþarmssigið aftur eftir nokkur ár. Henni var tjáð að hún myndi sennilega aldrei verða verkjalaus en allt yrði gert til þess að hjálpa henni að takast á við verkina. „Mér var líka sagt að að ég gæti ekki fætt barn aftur.“ Erla útskrifaðist sem lyfjatæknir og byrjaði að vinna í verslun en svo fóru verkirnir að versna aftur. Erla Kolbrún dvaldi í nokkrar vikur á geðdeild en þar fékk hún þunglyndislyf og taugalyf. Hún byrjaði hjá sálfræðingi og hélt áfram að reyna að lifa sínu lífi. Erlu Kolbrúnu voru dæmdar bætur vegna læknamistakanna og hún metin með 100 prósent örorku. „Ég fékk hæstu mögulegu bætur sem hægt er að fá úr sjúklingatryggingum. Þetta var samt bara brot af því sem ég á skilið, þetta var alltof lítill peningur því að líf mitt er ónýtt.“Erla Kolbrún segir að eiginmaðurinn og dæturnar hjálpi mikið á þessum erfiða tíma.Svikinn af góðri vinkonuErla Kolbrún þarf að kljást við afleiðingarnar af læknamistökunum daglega og sér ekki fram á að verða nokkurn tíman verkjalaus eða komast aftur út á vinnumarkaðinn. Hún segir að eiginmaðurinn og dæturnar séu það eina sem haldi henni gangandi. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði í íbúð sem bæturnar voru að hluta til notaðar í að kaupa. „Við ætluðum að kaupa okkur íbúð fyrir nokkrum mánuðum og það varð næstum því ekki að veruleika. Ég lánaði nefnilega vinkonu minni hluta af bótunum þegar ég fékk þær og átti að fá upphæðina greidda strax til baka. Það loforð var svikið og ég er enn að bíða svo þetta var mikið áfall fyrir mig.“ Erla Kolbrún segir að hún sé mjög þakklát fyrir að hafa náð að kaupa íbúðina þrátt fyrir þetta. „Það er alveg að fara með mig að ég hafi gert þetta, að ég hafi treyst henni og lánað henni. Ég þarf virkilega á þessum peningum að halda.Síðasta árið hefur verið ofsalega erfitt, bæði fyrir mig og líka okkur sem fjölskyldu. Þetta hefur verið gríðarlega mikill rússíbani“Átta sinnum í sjúkrabíl á árinu„Ég þarf að dópa mig upp til þess að geta sofið á nóttunni. Ég vakna með verki upp á fimm ef þetta er hugsað frá verkjaskalanum einn og upp í tíu. Ég dreg það að fara á fætur eins lengi og ég get því að um leið og ég fer á fætur þá sígur grindarbotnssvæðið niður. Ég byrja alla daga á að taka lyf en seinnipartinn eru svo verkirnir komnir upp í sjö, þetta fer alltaf hækkandi með deginum. Stundum á kvöldin er ég komin upp í níu og þá enda ég á sjúkrahúsinu. Ef verkirnir eru upp á átta þá er ég bara heima, ég reyni að þrauka eins lengi og ég get. Ef ég dett út þá hringir Andrés á sjúkrabíl,“ segir Erla Kolbrún og sýnir mér lyfjakassann sinn. Þar eru meðal annars svefnlyf, þunglyndislyf, taugalyf, meltingarlyf, kvíðastillandi og margar tegundir af verkjalyfjum. „Ég get ekkert gert, ég get ekki ryksugað, þurrkað af eða setið og lært með stelpunum mínum. Líf mitt er svona alla daga.“ Erla Kolbrún er að mestu leyti heima hjá sér flesta daga en segir að sér þyki verst að geta ekki gert allt sem hana langar til að gera fyrir stelpurnar sínar. Hún segist stóla mjög mikið á manninn sinn til þess að aðstoða sig í gegnum daginn, sérstaklega með heimilisverk, innkaup, eldamennsku og svo stelpurnar þeirra. „Ég er búin að vera inn og út af spítalanum á þessu ári vegna verkja. Ég hef verið flutt þangað með sjúkrabíl átta sinnum í verkjakasti þegar ég var of verkjuð til þess að geta stigið út úr rúminu eða komist út í bíl. Það eru engin lyf sem virka eða slá á þessa verki, það eina sem er hægt að gera fyrir mig er að gefa mér lyf sem sljóvga heilann svo að ég sofni. Í tvö ár hafa verið reyndar ýmsar meðferðir en ekkert virkar í nema stuttan tíma.“Erla Kolbrún ræðir veikindi sín opinskátt á Snapchat undir nafninu Erlak85.Hræðist ekki dauðannErla Kolbrún leitaði alltaf á bráðamóttökuna vegna verkjakastanna en á þessu ári hitti hún lækni sem gjörbreytti hennar ferli þegar verkirnir verða hvað verstir. Nú leitar hún beint á Kvennadeildina þar sem sjúkrasaga hennar er skráð og starfsfólk veit nákvæmlega hvað er best að gera til að lina verki hennar. Nú þarf hún ekki að segja sögu sína aftur og aftur eða bíða í langan tíma eftir að komast að á bráðamóttöku. „Í október eru fimm ár síðan ég fór í aðgerðina en síðustu þrjá mánuði hef ég haft mjög mikla verki og sumarið var mér erfitt andlega og líkamlega. Það voru farnar að læðast að mér tilfinningar um að ég gæti ekki lifað svona alla ævi. Eina leiðin fyrir mig að losna undan þessum verkjum væri að sofna eða deyja.“ Hún segir að hún hafi í byrjun ekki gert sér almennilega grein fyrir því að hún væri komin með sjálfsvígshugsanir. „Þegar maður veit að eina leiðin til að losna við verkina er að deyja, þá hræðist maður ekkert. Þessar hugsanir læddust eiginlega aftan að mér og allt í einu var ég byrjuð að hugsa um það hvernig ég gæti endað líf mitt.“Fór alveg á botninnErla Kolbrún segist hafa reynt að vera sterk alveg frá upphafi þó að auðvitað hafi það gengið misvel. Sumarið hafi svo verið mikill lágpunktur. „Innst inni var ég svo búin að sannfæra mig um að börnin mín og maðurinn minn væru betur sett án mín, þeim myndi finnast þetta betra eftir nokkur ár. Þau þyrftu ekkert að hugsa meira um mig eða mín vandamál. Stelpurnar þyrftu ekki að horfa upp á mig kveljast eða gráta og sjá sjúkrabíla. Þær þyrftu ekki að eiga mömmu sem segði alltaf nei ég get það ekki. Ég sá Andrés ekki fyrir mér í þessu hlutverki það sem eftir er, því það er búið að segja mér að nema að ég detti niður á eitthvað kraftaverk þá verði ég alltaf svona. Ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert líf fyrir hann.“ Erla Kolbrún reyndi að taka eigið líf þann 11.ágúst síðastliðinn. Hún dvaldi þá á Kvennadeild Landsspítalans eftir erfitt verkjakast. Á þessum tímapunkti fannst henni hún kominn gjörsamlega á botninn. „Ég var nýbúin að fá nýjan skammt af kvíðastillandi lyfi og var með hundrað stykki í glasi í veskinu. Þetta er lyf sem ég gríp stundum í þegar ég er í verkjaköstum til þess að geta slakað betur á. Ég var búin að tala við Andrés og lækninn minn og ég vissi að ég yrði ein í herberginu í einhvern tíma þar sem ég átti að hvíla mig.“ Hún segir að þarna hafi hún hugsað að þetta væri rétti tíminn til þess að kveðja þennan heim„Ertu reið?“„Ég sturtaði í mig öllum töflunum og fór svo að sofa. Ég man svo ekkert meir fyrr en læknir er að hrista mig. Svo sofna ég aftur og man ekkert meira fyrr en ég vakna kvöldið eftir á gjörgæslu, komin með þvaglegg og umkringd allskonar tækjum.“ Erla Kolbrún segir að það fyrsta sem hjúkrunarfræðingur hafi spurt sig hafi verið „Ertu reið?“ Hún segist ekki vera reið yfir því að þetta hafi ekki tekist en sé heldur ekki glöð. „Mér var svo sagt að þetta væri allt í lagi, maðurinn minn vissi af þessu og að hann væri búin að fá alla þá aðstoð sem hann þyrfti. Hann hafði ætlað að heimsækja mig og kom inn akkúrat þegar það var verið að hlaupa með mig yfir á gjörgæslu. Sem betur fer var læknirinn minn á staðnum og fór með hann í aðstandendaherbergi og hélt utan um hann á meðan hann grét. Hún er engill í mínum augum.“ Hún segir að það hafi verið heppni að deildarlæknir heimsótti herbergið hennar til að tala við hana. „Ég andaði enn þá en það var farið að hægjast á öllu kerfinu hjá mér svo það mátti ekki miklu muna. Ég fékk strax móteitur eftir að læknirinn áttaði sig á því hvað hafði gerst.“ Erla Kolbrún þakkar fyrir að Andrés maðurinn hennar hafi komið einn að heimsækja hana og hafi því ekki þurft að verða vitni af þessu.Er aftur byrjuð að vinna í sjálfri sér„Ég kom sem betur fer algjörlega ósködduð frá þessu en fór svo beint inn á geðdeild. Þetta var ekki í fyrsta skipti því ég fór líka á geðdeild stuttu eftir aðgerðina sem misheppnaðist því ég hafði verið með brjálaðar sjálfsvígshugsanir þá. Þá dvaldi ég á geðdeild í meira en tvær vikur.“ Nú er hún að vinna vel í andlegu hliðinni og ætlar að vera í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi. „Ég tók mér hlé frá því of lengi, þess vegna gerðist þetta.“ Erla Kolbrún sagði Snapchat fylgjendum sínum frá öllu þessu sem gerðist og hélt áfram að „snappa“ inni á geðdeildinni. Hún segir að það hjálpi sér mikið að opna sig um veikindin á Snapchat og reynir ekki að fela neitt. „Ég sé auðvitað engin andlit en ég veit að fólk er að hlusta.“ Ekki voru allir jafn hrifnir af því að Erla Kolbrún ræddi sjálfsvígstilraun sína og dvölina á geðdeild á opnum Snapchat reikningi, erlak85 Hún heldur samt sínu striki og er einlægari og opnari en nokkru sinni áður. Erla Kolbrún segir að það sé mikilvægt fyrir aðstandendur fólks sem glímir við þunglyndi og kvíða að átta sig á því að þeir þurfi oftast að hafa frumkvæðið af samskiptunum.Erla Kolbrún vinnur nú í sjálfri sér með sálfræðingi. Vísir/Anton BrinkEinangrast vegna verkjanna„Það er ekki nóg að segja, þú hringir ef það er eitthvað. Manneskja með þunglyndi og kvíða er ekkert að fara að taka upp símann og hringja og biðja um aðstoð, það er ekki að fara að gerast.“ Hún segist einstaklega þakklát fyrir það hversu mikið systir hennar og móðir hjálpi sér og tali við sig alla daga. Einnig séu sumar vinkonur hennar mikið til staðar og séu líka í góðu sambandi við manninn hennar til þess að fylgjast með hvernig gengur. „Ég veit að mörgum öðrum í kringum mig þykir ótrúlega vænt um mig og er ekki sama um mig, en það hringir ekki í mig eða sendir mér skilaboð og það er stundum ótrúlega sárt. Við sem erum veik getum ekki barist ein.“ Erla Kolbrún er algjörlega óvinnufær í dag en fyrst eftir aðgerðina vann hún sem aðstoðarkona Sigrúnar Lilju hönnuðar. „Það var takmarkað hvað ég gat gert en ég fékk mikinn skilning. Það tímabil var ótrúlega gott fyrir mig þar sem við gerðum mikið skemmtilegt, það var mikið hlegið og mikil gleði. Þetta hætti mjög snögglega vegna ágreinings sem var ekki leysanlegur og varð til þess að ég þurfti að segja upp. Þegar ég lít til baka þykir mér mjög vænt um þennan tíma. Það gerði mjög mikið fyrir mig andlega að fara svona út á meðal fólks. Ég hef einangrast töluvert eftir þetta en ég á tryggar vinkonur í dag sem reyna að draga mig með sér út eða á viðburði og þess háttar. Oftast get ég þó ekki farið með þeim.“Áfall að heyra orðið BarnaverndarnefndErla Kolbrún fékk að vita það á geðdeild að Barnaverndarnefnd myndi koma heim til hennar. „Ég fékk algjört áfall. Ég hélt að þetta væri það versta sem gæti skeð fyrir mig, ég veit ekki hvað ég hélt að myndi gerast en ég brotnaði algjörlega saman. Svo kemur í ljós að þetta er það besta sem gæti gerst akkúrat núna, því barnaverndarnefnd er gerir allt til þess að hjálpa fólki sem á erfitt. Það eru börn á heimilinu og það er þeirra hagur sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að hjálpin frá Barnaverndarnefnd verði þeim væntanlega ómetanleg og munu þau fá aðstoð inn á heimilið hvort sem það verður sálfræðiaðstoð, hjálp með stelpurnar, samtalsmeðferð fyrir þær eða eitthvað annað. „Margir halda eins og ég að Barnaverndarnefnd sé einhver grýla en það er alls ekki þannig.“Tekur eina mínútu í einuHún segir að lítil verkefni eins og að sækja stelpurnar, hjálpa þeim með heimalærdóminn eða tannbursta þær hafi oft verið erfitt eða jafnvel ómögulegt. „Það liggur alltaf svo þungt á mér yfir daginn að vita ekki hvernig ég verð þegar ég þarf að sækja stelpurnar mínar, eða hvort ég geti það yfir höfuð. Mömmuhjartað er ekki að þola þetta. Ég þarf því að brjóta daginn minn upp í pínulítil verkefni. Ég get ekki planað neitt langt fram í tímann. Ég tek ekki einn dag í einu eða einn klukkutíma í einu heldur eina mínútu.“ Erla Kolbrún saknar þess að gera DIY verkefni og að skrifa fyrir falleg tímarit um ýmislegt tengt heimilinu. „Það er líka ákveðið verkefni út af fyrir sig að vera með 11 ára einhverft barn sem er að detta á gelgjuna. En við erum samt svo heppin með hana, hún er svo dugleg.“ Hún sér dálítið eftir hversdagslegu hlutunum sem hún getur ekki gert í dag. „Litlir einfaldir hlutir sem eru mörgum svo sjálfsagðir eru mér svo ótrúlega erfiðir. Það er það sem ég sakna, það er búið að taka það af mér.“Erfitt að hafa fjárhagsáhyggjurHún segir að nú þurfi Andrés líka að fá aðstoð og finna einhvern til þess að tala við. „Hann vinnur sennilega svona 200 prósent vinnu, án þess værum við eflaust flutt inn á aldraða foreldra okkar. Hann hefur þurft að auka brjálæðislega mikið við vinnu síðan þetta gerðist og svo treysti ég líka svo mikið á hann til að sjá um okkur og heimilið.“ Erla Kolbrún segir að það sé erfitt að Andrés þurfi að vinna svona mikið um kvöld og helgar þar sem hann sé í tveimur störfum en fyrir þau sé lítið annað í stöðunni þar sem hennar örorkubætur séu lágar. „Það er alltaf mikið áfall fyrir fólk að detta út af vinnumarkaðinum. Það eru ýmsir afslættir og annað í boði fyrir öryrkja en maður þarf að finna þetta allt sjálfur og berjast fyrir öllu.“ Að auki skuldar Erla Kolbrún LÍN vegna námslánanna sinna, vegna námsgráðu sem hún kemur sennilega aldrei til með að geta notað. Ólíklegt er eins og staðan er núna að hún komist aftur út á vinnumarkaðinn. „Það er búið að skemma gráðuna fyrir mér en ég þarf samt að borga allt til baka. Ég fékk einhverjar bætur eftir aðgerðina en stór hluti þeirra fór upp í að borga upp skuldir sem voru þá strax uppsafnaðar vegna veikinda minna, þegar ég datt svona skyndilega út af vinnumarkaði þá sat margt á hakanum.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira