Innlent

Tugir milljóna settir í miðborgina

Benedikt Bóas skrifar
Það er að ýmsu að hyggja í miðborginni.
Það er að ýmsu að hyggja í miðborginni. Fréttablaðið/Ernir
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 46,3 milljón króna kostnaðaráætlun vegna málefna miðborgar. Áætlunin er vegna verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra miðborgarmála sem og kostnaðar vegna stofnunar miðborgarsjóðs. Kostnaður vegna verkefnastjóra og verkefna á vegum hans og verkefnastjórnar eru 16,3 milljónir króna og kostnaður vegna miðborgarsjóðs er 30 milljónir króna.

Í greinargerð um kostnaðar­áætlunina er bent á þau fjögur atriði sem skýrsla og tillögur stýrihóps um málefni miðborgar og tillaga borgarstjóra um málefni miðborgarinnar leggur áherslu á. 

Atriðin fjalla meðal annars um stefnu um málefni miðborgar byggð á áskorunum, tækifærum og fyrirliggjandi stefnumótun borgarinnar.  Þá á að skipa verkefnisstjórn miðborgarmála til þriggja ára og settur verði verkefnisstjóri sem starfi með verkefnisstjórninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×