Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:15 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00