Innlent

Bataskóli settur á laggirnar

Benedikt Bóas skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar. vísir/ernir
Lagt var til að borgarráð Reykjavíkur samþykki tillögu um stofnun svokallaðs bataskóla að erlendri fyrirmynd í samstarfi við Geðhjálp og yrði verkefnið til þriggja ára. Yrði kostnaðurinn um 15 milljónir á ári. Í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs kemur fram að bataskólar eru þegar taldir ein af meginstoðum í batamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu.

„Fjölgun þeirra í Englandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu er talinn órækur vitnisburður um gildi þess að starfrækja slík úrræði. Til að mynda hefur árangur af starfi bataskóla í Nottingham orðið sá að um 70% nemenda hefur haldið áfram námi eða ráðið sig í vinnu að loknu námi og telja sig þurfa á minni þjónustu að halda frá félags- og/eða heilbrigðiskerfi,“ segir í greinargerðinni.

Gert er ráð fyrir að skólinn verði hýstur við Suðurlandsbraut 32. Yfir bataskólanum verður framkvæmdastjórn sem m.a. mótar og hefur eftirlit með störfum skólans og tekur ákvarðanir um allar meiriháttar fjárhagslegar ákvarðanir. Í framkvæmdastjórn sitja fulltrúi Geðhjálpar, velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×