Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2017 13:45 Berglindi Häsler er ómyrk í máli en hún segir skelfilegt að hlusta á stjórnmálamenn lofa vegabótum en svo er það allt slegið út af borðinu. Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim. Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim.
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00