Mótmæli sveitunga munu engu breyta Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Svavar Pétur Eysteinsson bóndi segir óboðlegt að fresta eigi framkvæmdinni. Þau hjónin sprengdu þrjú dekk á einni viku í fyrrasumar og hyggjast mótmæla þar til stjórnvöld skilja að "þetta rugl“ verði ekki látið líðast. Mynd/Ólafur Björnsson „Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
„Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57