Útrunnum snyrtivörum fylgir sýkingarhætta Guðný Hrönn skrifar 9. mars 2017 21:00 Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, förðunarfræðingur. Vísir/Eyþór Förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir segir mikilvægt að fólk noti ekki útrunnar snyrtivörur. Hún segir lítið mál að komast að því hvort húð- eða snyrtivara sé útrunnin eða ónýt. „Snyrtivörur hafa mismunandi endingartíma, en almenna reglan er sú að fljótandi vörur og kremvörur endast skemur en þær sem eru í púðurformi. Einnig endist krem og meik í dollum almennt skemur en ef það er í flöskum eða túbum vegna þess að þær vörur eru daglega í meira tæri við sýkla, til dæmis úr umhverfinu og á fingrunum á okkur. Einnig endast maskarar og „eyeliner“-ar skemur vegna stöðugrar snertingar við augu. Þessar vörur eru gróðrarstíur fyrir sýkla og þeim ætti að skipta mjög reglulega út,“ útskýrir förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir. Hún segir annars mjög einfalt að komast að því hvað hver og ein vara á að endast lengi. „Á öllum umbúðum er lítil mynd af krukku með tölustaf inni í, sem táknar endingartíma vörunnar í mánuðum frá opnun. En ef það er komin öðruvísi eða skrýtin lykt af vörunni þarf að henda henni strax. Ef maður þarf að telja hversu mörg ár eru frá kaupum farðans, þá þarf líklega að henda honum.“ „Helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti ekki að nota útrunnar snyrtivörur er sýkingarhætta. Svo hætta vörurnar að virka eins vel og þær eiga að gera eftir ákveðinn tíma. Sýklar myndast í hlutunum, kremvörur harðna, farðar og hyljarar skilja sig og púðurvörur þorna enn meira upp með árunum,“ útskýrir Gunnhildur sem lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr förðunarvörunum sínum og koma í veg fyrir að þær renni út uppi í skáp „Ekki eiga einhverja 20 farða uppi í skáp ef þú veist að þú munt ekki komast yfir að nota þá. Svo er góð regla að sótthreinsa og þrífa bursta reglulega og strjúka með sótthreinsandi vökva yfir kremhyljara, varaliti og fleira. Svo þarf að passa upp á að nota hreina fingur og bursta í allar dollur og skipuleggja hlutina.“Gunnhildur starfar sem förðunarfræðingur og þarf því að skipuleggja snyrtidótið sitt sérstaklega vel. „Ég skipulegg mig þannig að ég er með „mitt“ dót á sér stað og dót fyrir kúnna á öðrum stað. Þannig slepp ég við vesen með að færa vörur á milli. Vörur sem ég nota oftast í verkefni hef ég í glærri tösku (eða ferðatösku) sem ég skipulegg nánar eftir því hvað ég er að fara að gera, en ég tek til dæmis ekki með gerviaugnhár þegar ég er að fara sminka fyrir íþróttamyndatöku. Einnig reyni ég að taka sem oftast til í „kittinu“ mínu; henda ónýtum vörum og gefa þær sem ég kemst ekki yfir að nota. Ég reyni að minnka vörusóun með því að versla skynsamlega.“ Spurð nánar út í hvernig hún skipuleggur sitt eigið snyrtidót segir Gunnhildur: „Ég er voðalega einföld og hef ekki roð við mörgum sem skarta glæsilegum snyrtiherbergjum með mörgum mismunandi hirslum. Kommóða, plast- og skúffuhirslur úr IKEA, ferðatöskur og glærar töskur eru mín leið. Svo finnst mér ótrúlega þægilegt að geyma bursta í ferðahólkum og sætum vösum.“ Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir segir mikilvægt að fólk noti ekki útrunnar snyrtivörur. Hún segir lítið mál að komast að því hvort húð- eða snyrtivara sé útrunnin eða ónýt. „Snyrtivörur hafa mismunandi endingartíma, en almenna reglan er sú að fljótandi vörur og kremvörur endast skemur en þær sem eru í púðurformi. Einnig endist krem og meik í dollum almennt skemur en ef það er í flöskum eða túbum vegna þess að þær vörur eru daglega í meira tæri við sýkla, til dæmis úr umhverfinu og á fingrunum á okkur. Einnig endast maskarar og „eyeliner“-ar skemur vegna stöðugrar snertingar við augu. Þessar vörur eru gróðrarstíur fyrir sýkla og þeim ætti að skipta mjög reglulega út,“ útskýrir förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir. Hún segir annars mjög einfalt að komast að því hvað hver og ein vara á að endast lengi. „Á öllum umbúðum er lítil mynd af krukku með tölustaf inni í, sem táknar endingartíma vörunnar í mánuðum frá opnun. En ef það er komin öðruvísi eða skrýtin lykt af vörunni þarf að henda henni strax. Ef maður þarf að telja hversu mörg ár eru frá kaupum farðans, þá þarf líklega að henda honum.“ „Helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti ekki að nota útrunnar snyrtivörur er sýkingarhætta. Svo hætta vörurnar að virka eins vel og þær eiga að gera eftir ákveðinn tíma. Sýklar myndast í hlutunum, kremvörur harðna, farðar og hyljarar skilja sig og púðurvörur þorna enn meira upp með árunum,“ útskýrir Gunnhildur sem lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr förðunarvörunum sínum og koma í veg fyrir að þær renni út uppi í skáp „Ekki eiga einhverja 20 farða uppi í skáp ef þú veist að þú munt ekki komast yfir að nota þá. Svo er góð regla að sótthreinsa og þrífa bursta reglulega og strjúka með sótthreinsandi vökva yfir kremhyljara, varaliti og fleira. Svo þarf að passa upp á að nota hreina fingur og bursta í allar dollur og skipuleggja hlutina.“Gunnhildur starfar sem förðunarfræðingur og þarf því að skipuleggja snyrtidótið sitt sérstaklega vel. „Ég skipulegg mig þannig að ég er með „mitt“ dót á sér stað og dót fyrir kúnna á öðrum stað. Þannig slepp ég við vesen með að færa vörur á milli. Vörur sem ég nota oftast í verkefni hef ég í glærri tösku (eða ferðatösku) sem ég skipulegg nánar eftir því hvað ég er að fara að gera, en ég tek til dæmis ekki með gerviaugnhár þegar ég er að fara sminka fyrir íþróttamyndatöku. Einnig reyni ég að taka sem oftast til í „kittinu“ mínu; henda ónýtum vörum og gefa þær sem ég kemst ekki yfir að nota. Ég reyni að minnka vörusóun með því að versla skynsamlega.“ Spurð nánar út í hvernig hún skipuleggur sitt eigið snyrtidót segir Gunnhildur: „Ég er voðalega einföld og hef ekki roð við mörgum sem skarta glæsilegum snyrtiherbergjum með mörgum mismunandi hirslum. Kommóða, plast- og skúffuhirslur úr IKEA, ferðatöskur og glærar töskur eru mín leið. Svo finnst mér ótrúlega þægilegt að geyma bursta í ferðahólkum og sætum vösum.“
Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira