Innlent

Eldur í timburhúsi á Austurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Brunavarnir á Austurlandi
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum á Austurlandi voru kallaðir út rétt um miðnætti í nótt þegar eldur kom upp í íbúðarhúsnæði um fimmtán kílómetra sunnan af Egilsstöðum í nótt. Þegar komið var á staðinn logaði mikill eldur í þakskeggi og upp úr þakinu. Húsið var orðið fullt af reyk.

Heimilisfólk hafði þá komið sér sjálft út úr húsinu en húsið var fullt af reyk er slökkvilið mætti á staðinn. Um er að ræða timburhús og þurfti að brjóta töluvert af húsinu til að stöðva útbreiðslu eldsins. Þannig fóru stafn og eldhús illa í eldinu en hluti hússins er óskemmdur.

Mikill vindur gerði slökkviliðinu erfitt fyrir á vettvangi í nótt. Lögreglan rannsakar eldsupptök.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×