Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:01 James Comey í sæti sínu í dag. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30