Helgi Jóhannsson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2017 12:45 Helgi Jóhannsson var framkvæmdastjóri Samvinnuferða á árunum 1984 til 2000. Mynd/Stöð 2. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00