Markalaust í Dublin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2017 20:30 Katrín Ásbjörnsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, var í byrjunarliðinu í Dublin. mynd/hafliði breiðfjörð Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum Í beinni: Wolfsburg - Barcelona | Risaleikur hjá Sveindísi Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Sjá meira